Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Kynning

UM HUGTAKASAFN ÞÝÐINGAMIÐSTÖÐVAR UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS


Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins var stofnuð árið 1990 og var aðalverkefni starfsmanna hennar frá upphafi að annast þýðingu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins) og reglugerða, tilskipana, ákvarðana og tilmæla sem falla undir hann. Einnig hafa starfsmenn þýðingamiðstöðvar þýtt alþjóðasamninga og aðra lagatexta þar sem nota þarf staðlaðan hugtakaforða, t.d. Schengen-samninga, fríverslunarsamninga og samninga Evrópuráðsins.

Meginhluti íðorðanna í Hugtakasafninu tengist hinum margvíslegu sérsviðum EES-samningsins en einnig er þar að finna mörg íðorð á sviði laga, stjórnsýslu og öryggis- og varnarmála. Þá eru í safninu mörg hugtök og heiti sem tengjast alþjóðastofnunum, stofnunum Evrópusambandsins og öðrum stofnunum. Lagatextarnir (gerðirnar), sem falla undir EES-samninginn, varða margir réttindi og hagsmuni hins almenna borgara, t.d. á sviði félagslegra réttinda, matvælaöryggis, neytendamála, umhverfismála og vinnuréttar. EES-gerðirnar eru teknar upp í íslenskan rétt með lagasetningu, reglugerðarsetningu eða með auglýsingu eftir því sem við á. Útgáfudeild Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Brussel hefur umsjón með birtingu efnisins á íslensku og norsku. Íslenskar útgáfur reglugerða, tilskipana og ákvarðana eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins (www.efta.int/eea-lex).

Nú eru í safninu tugþúsundir íðorða og orðasambanda og stöðugt bætast ný við. Safnið er enn í vinnslu og er sem slíkt háð fyrirvörum. Hugtakasafnið er í eigu þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Aðgangur er öllum heimill án endurgjalds og heimilt er að endurnota upplýsingar úr Hugtakasafni, sbr. VII. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, enda sé uppruna upplýsinganna jafnan getið.

Allir starfsmenn þýðingamiðstöðvar hafa átt þátt í því að byggja upp Hugtakasafnið. Tiltækir gagnabankar, orðabækur og orðasöfn eru að sjálfsögðu nýtt til hins ýtrasta en í mörgum tilvikum þarf einnig að leita til sérfræðinga á viðkomandi sviðum. Í þýðingamiðstöðinni starfa þrír íðorðastjórar við orðarannsóknir og orðasmíð en einnig hafa sérfræðingar í ráðuneytum og opinberum stofnunum alla tíð lagt þýðendunum ómetanlegt lið í orðastarfinu. Þá eru sérfræðingar í háskólasamfélaginu og atvinnulífinu ávallt tilbúnir til að aðstoða þýðendur. Hugtakasafnið er afurð íðorðastarfsins sem unnið er á þýðingamiðstöð.

Í Hugtakasafninu eru aðaltungumálin íslenska og enska en einnig er að finna í safninu íðorð á öðrum málum, þ.e. dönsku, frönsku, norsku, sænsku, þýsku og latínu. Hægt er að slá inn leitarorð á öllum þessum tungumálum og leita í öllum málum í einu. Íslenskan er grunntungumálið og niðurstöður birtast í íslenskri stafrófsröð. Hægt er að haka við orðrétta leit til að takmarka leitina. Ef ekki er hakað við orðrétta leit birtast öll dæmi um tiltekið orð eða orðasamband í safninu.

Smella má á hverja færslu og fá nánari upplýsingar, t.d. um efnissvið, notkunardæmi, tilvísun í rit, númer skjalsins (t.d. Celex-númer í lagasafni Evrópusambandsins), athugasemdir um breytingar, málfræðiupplýsingar o.fl. Reitirnir svið, skjalnúmer og rit eru skyldubundnir og einnig reitir fyrir málfræðiupplýsingar. Hægt er að leita í hverjum reit fyrir sig með því að velja nánari leit á upphafssíðu Hugtakasafnsins.


Reitir með færslum í Hugtakasafni eru:

Samheiti (e. Synonym)

Svið (e. Subject area)

Dæmi (e. Context)

Skilgreining (e. Definition)

Rit (e. Reference)

Skjal nr. (e. Document No)

Heimild (e. Source)

Athugasemd (e. Note)

Orðflokkur (e. Word class)

Kyn (e. Gender)

Aðalorð (e. Head word)

Önnur málfræði (e. Other grammatical information)

EFNISSVIÐ

Helstu efnisþættir EES-samningsins varða fjórfrelsið, þ.e. frjálsa vöruflutninga, frjálsa þjónustustarfsemi, frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsa för fólks. Sérsvið undir EES-samningnum eru t.d. félagaréttur, landbúnaður, hagskýrslugerð, íðefni, opinber innkaup, orka og iðnaður, sjóðir og áætlanir og vélar. Af sérsviðum utan EES-samningsins má nefna t.d. innflytjendamál, sjávarútveg, skattamál, tollamál, þróunaraðstoð og öryggis- og varnarmál. Af öðru tagi eru svið eins og alþjóðastofnanir, lagamál, landa- og staðaheiti og samningaheiti. Efnissvið Hugtakasafns voru endurskoðuð á árinu 2011 og eru nú 54 alls. Eftirfarandi flokkun er sameiginleg fyrir EES-gerðir, ESB-gerðir og milliríkjasamninga. Hægt er að skoða allar færslur á hverju sviði með því að velja flettingu sviða á upphafssíðu Hugtakasafnsins.

Efnissvið Hugtakasafnsins eru:

alþjóðamál (e. International affairs)
alþjóðastofnanir (e. international organisations)
borgaraleg réttindi (e. Civil rights)
dómsmálasamstarf (e. Judicial cooperation)
efnahagsmál (e. Economic affairs)
fast orðasamband í EB-/ESB-textum (e. Fixed phrase in EC/EU texts)
félagaréttur (e. Company law)
félagaréttur (reikningsskil) (e. Company law (accounting standards))
félagsleg réttindi (e. Social rights )
fjármál (e. Financial affairs)
flutningar (e. Transport)
flutningar (flug) (e. Transport (aviation))
flutningar (járnbrautir) (e. Transport (railroads))
flutningar (siglingar) (e. Transport (maritime and inland waterways transport))
hagskýrslugerð (e. Statistics)
hugtak, almennt notað í EB-/ESB-textum (e. Term generally used in EC/EU texts)
hugverkaréttindi (e. Intellectual property law)
innflytjendamál (e. Immigration)
innri markaðurinn (almennt) (e. Internal market (general))
íðefni (e. Chemicals)
íðefni (efnaheiti) (e. Chemicals (chemical names))
íslensk stjórnsýsla (e. Public administration)
lagamál (e. Legal terms)
landa- og staðaheiti (e. Country and place names)
landbúnaður (e. Agriculture)
landbúnaður (dýraheiti) (e. Agriculture (zoological names))
landbúnaður (plöntuheiti) (e. Agriculture (botanical names))
lyf (e. Medicinal products)
menntun og menning (e. Education and culture)
milliríkjasamningar (e. International agreements)
milliríkjasamningar (samningaheiti) (e. Titles of international agreements)
neytendamál (e. Consumer affairs)
opinber innkaup (e. Public procurement)
orka og iðnaður (e. Energy and industry)
samkeppni og ríkisaðstoð (e. Competition and state aid)
samningar og sáttmálar (e. Agreements and treaties)
sjávarútvegur (e. Fisheries)
sjávarútvegur (dýraheiti) (e. Fisheries (zoological names))
sjóðir og áætlanir (e. Funds, instruments and policies)
sjóðir og áætlanir (heilbrigðismál) (e. Funds, instruments and policies (health affairs))
skattamál (e. Taxation)
smátæki (e. Instruments and appliances)
sprengiefni og efnavopn (e. Explosives and chemical weapons)
staðfesturéttur og þjónusta (e. Right of establishment and freedom to provide services)
stofnanir (e. Institutions)
tollamál (e. Customs)
tæki og iðnaður (e. Technology and industry)
umhverfismál (e. Environment)
upplýsingatækni og fjarskipti (e. Information technology and telecommunications)
utanríkisráðuneytið (e. Ministry for Foreign Affairs)
vélar (e. Machinery)
vinnuréttur (e. Labour law)
þróunaraðstoð (e. Development aid)
öryggis- og varnarmál. (e. Security and defense policy).
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira