Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Hugtakasafn : Eitt hugtak
- ÍSLENSKA
- vara sem felur í sér áhættu
- ENSKA
- product presenting a risk
- Svið
- innri markaðurinn (almennt)
- Dæmi
-
[is]
Ef vara sem felur í sér alvarlega áhættu hefur verið sett á markað skulu markaðseftirlitsyfirvöld tafarlaust tilkynna framkvæmdastjórninni um allar ráðstafanir sem rekstraraðili hefur gripið til að eigin frumkvæði og tilkynnt um til markaðseftirlitsyfirvalds.
- [en] If a product presenting a serious risk has been made available on the market, market surveillance authorities shall immediately notify the Commission of any voluntary measures taken and communicated to the market surveillance authority by an economic operator.
- Skilgreining
-
vara sem mögulega getur haft neikvæð áhrif á heilbrigði og öryggi einstaklinga almennt, heilsu og öryggi á vinnustað, neytendavernd, umhverfisvernd, verndun almannaöryggis og annarra almannahagsmuna sem gildandi samhæfingarlöggjöf Sambandsins verndar, að því marki sem er umfram það sem telst eðlilegt og viðunandi í tengslum við ætlaðan tilgang viðkomandi vöru eða við venjuleg eða fyrirsjáanleg notkunarskilyrði hennar, þ.m.t. notkunartíma, og, eftir atvikum, í tengslum við kröfur varðandi að taka vöruna í notkun, uppsetningu og viðhald hennar (32019R1020)
- Rit
-
[is]
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1020 frá 20. júní 2019 um markaðseftirlit og samræmi vara við kröfur og um breytingu á tilskipun 2004/42/EB og reglugerðum (EB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011
- [en] Regulation (EU) 2019/1020 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 on market surveillance and compliance of products and amending Directive 2004/42/EC and Regulations (EC) No 765/2008 and (EU) No 305/2011
- Skjal nr.
- 32019R1020
- Aðalorð
- vara - orðflokkur no. kyn kvk.
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
