Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
veiði umfram kvóta
ENSKA
overfishing of quotas
Svið
sjávarútvegur
Dæmi
[is] Beita skal viðurlögum við veiðum umfram kvóta. Það má gera með viðeigandi skerðingu á kvóta næsta árs hjá aðildarríki sem ber ábyrgð á umframveiðinni. Í samræmi við 23. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2847/93 frá 12. október 1993 um að koma á eftirlitskerfi í tengslum við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna skal ráðið samþykkja reglur sem framkvæmdastjórnin getur beitt við frádrátt frá kvótum, eigi veiði umfram kvóta sér stað, með tilliti til umfangs umframveiðinnar, tilvika um umframveiði næstliðins árs og líffræðilegs ástands viðkomandi auðlindar.


[en] Whereas overfishing of quotas should be penalized; whereas this can be achieved by imposing appropriate reductions in the following year''s quota on the Member States responsible for the overfishing; whereas , in accordance with Article 23 of Council Regulation (EEC) No 2847/93 of 12 October 1993 establishing a control system applicable to the common fisheries policy, the Council is to adopt rules by which the Commission may operate deductions from the quotas when overfishing has taken place, taking into account the degree of the overfishing, any cases of overfishing in the previous year and the biological status of the resources concerned, ...


Rit
[is] Reglugerð ráðsins (EB) nr. 847/96 frá 6. maí 1996 um að innleiða viðbótarskilyrði að því er varðar stjórnun á leyfðum heildarafla (TAC) og kvótum frá einu ári til annars

[en] Council Regulation (EC) No 847/96 of 6 May 1996 introducing additional conditions for year-to-year management of TACs and quotas

Skjal nr.
31996R0847
Athugasemd
Hugtakið kemur fyrir í samhenginu ,overfishing of quotas´ og ,overfishing of permitted landings´, þ.e. veiðar umfram heimildir eða kvóta eða ,umframveiði´. Einnig látið standa eitt og sér sem getur valdið misskilningi (... whereas this can be achieved by imposing appropriate reductions in the following year´s quota on the Member States responsible for the overfishing). Ath. að hér er ekki átt við ,overfishing´ í merkingunni ,ofveiði´.


Aðalorð
veiði - orðflokkur no. kyn kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira