Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
Europass
ENSKA
Europass
Svið
menntun og menning
Dæmi
[is] Með ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2241/2004/EB (3) var komið á fót ramma til að fjalla um áskoranir varðandi atvinnuleit, nám og skipulagningu starfsferils. Markmið þeirrar ákvörðunar var að ná fram auknu gagnsæi varðandi staðfestingu á menntun og hæfi með safni skjala sem kallast Europass sem einstaklingar geta notað að eigin frumkvæði. Með þeirri ákvörðun var einnig komið á fót innlendum stofnunum, svo kölluðum landsmiðstöðvum fyrir Europass (e. National Europass Centres), til að koma rammanum um Europass í framkvæmd.
[en] Decision No 2241/2004/EC of the European Parliament and of the Council (3) established a framework to address the challenges relating to job seeking, engaging in learning and career management. The aim of that Decision was to achieve better transparency of qualifications and competences through a portfolio of documents known as Europass, which individuals can use on a voluntary basis. That Decision also established national bodies, known as National Europass Centres, in order to implement the Europass framework.
Skilgreining
[en] European framework to support the transparency and understanding of skills and qualifications acquired in formal, non-formal and informal settings, including through practical experiences, mobility and volunteering, which consists of web-based tools and relevant available information (IATE)
Skjal nr.
32018D0646
Athugasemd
[is] Var áður kallað ,evrópskt starfsmenntavegabréf´en því var breytt árið 2024 í samráði við sérfræðinga mmrn. enda nær Europass yfir fleira. ... Skjalamappa Europass samanstendur af fimm skjalasniðmátum. Sniðmát fyrir Europass-ferilskrá (e. Europass Curruculum Vitae (CV) template) gerir einstaklingum kleift að gera ferilskrá með stöðluðu sniði. Síðan Europass-ferilskránni var fyrst komið á fót árið 2004 hafa fleiri en 100 milljón Europass-ferilskrár verið búnar til á netinu. Tvö sniðmát fyrir viðbótarskírteini, það er Europass-viðbótarskírteini (e. Europass Diploma Supplement) og Europass-viðbótarvottorð (e. Europass Certificate Supplement), geyma upplýsingar um inntak og hæfniviðmið sem tengjast staðfestingu á menntun og hæfi og um menntakerfi landsins sem gefur út skírteinið. Europass-tungumálavegabréfið (e. Europass Language Passport) er notað til að lýsa tungumálakunnáttu. Sniðmát fyrir Europass-hreyfanleika (e. Europass Mobility template) lýsir færni sem aflað er erlendis með reynslu af námi eða vinnu. Sjá fleiri færslur með EUROPASS.
[en] The Europass portfolio comprises five document templates. The Europass Curriculum Vitae (CV) template allows individuals to complete their CVs in a standardised format. Since the Europass CV was first established in 2004, more than 100 million Europass CVs have been created online. Two qualification supplement templates, namely the Europass Diploma Supplement and the Europass Certificate Supplement, offer information on the content and learning outcomes associated with a qualification and on the education system of the country issuing the qualification. The Europass Language Passport is used to describe language skills. The Europass Mobility template describes the skills acquired abroad on mobility experiences for learning or work.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira