Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Hugtakasafn : Eitt hugtak
- ÍSLENSKA
- ljósnæmur húðsjúkdómur
- ENSKA
- photosensitive dermatosis
- Svið
- lyf
- Dæmi
-
[is]
4.2. Framleiðendur skulu greina, uppræta eða draga eins og framast er unnt úr eftirfarandi áhættum:
a) brunasár,
b) myndun öra og örbrigsla,
c) of lítið litarefni (e. hypopigmentation) og of mikið litarefni (e. hyperpigmentation),
d) hraðari öldrun húðarinnar,
e) ofnæmis-/efnafræðilegt húðviðbragð (t.d. við litarefnum í húðflúrum eða farða),
f) myndun húðkrabbameins,
g) breytingar á húðkrabbameini, húðsjúkdómar, fæðingarblettir, herpes, mögulegar tafir á sjúkdómsgreiningum (t.d. sortuæxli, innkirtlasjúkdómum),
h) viðbrögð ef um er að ræða mögulega lyfjainntöku eða notkun snyrtivara,
i) möguleg viðbrögð við útsetningu fyrir sól eða ljósabekk,
j) mögulegir ljósnæmir húðsjúkdómar,
k) skjallblettur,
l) hörundsroði, að mestu tímabundinn og af og til þrálátur,
m) purpuri sem stafar af blæðingum úr litlum blóðæðum,
n) hrúðurmyndun,
o) bjúgur,
p) blöðrumyndun,
q) bólga, hárslíðursbólga, húðsýking,
r) augnskaði, þ.m.t. skaði á sjónhimnu og hornhimnu,
s) náladofi eða hitatilfinning,
t) þurr húð og kláði vegna raksturs eða samsetningar raksturs og ljósmeðferðar,
u) ofboðslegur sársauki,
v) mótsagnakennd ofhæring (e. paradoxical hypertrichosis) (aukinn hárvöxtur eftir meðferð),
w) of mikil útsetning,
x) losun geislunar án ásetnings,
y) íkviknun, sprenging eða framleiðsla eitraðra lofttegunda. - [en] 4.2. Manufacturers shall analyse, eliminate or reduce as far as possible the following risks:
a) burns;
b) formation of scars and keloids;
c) hypopigmentation and hyperpigmentation;
d) accelerated aging of skin;
e) allergic/chemical skin reaction (for example to colour pigments of tattoos or make-up);
f) formations of skin cancers;
g) alteration of skin cancers, skin diseases, nevi, herpes, possible delay of disease diagnoses (for example melanoma, endocrine diseases);
h) reactions in case of possible drug intake or use of cosmetics;
i) possible reactions to sun or sunbed exposure;
j) possible photosensitive dermatosis;
k) vitiligo;
l) erythema, mostly temporary and occasionally persistent;
m) purpura resulting from bleeding from small blood vessels;
n) crusting;
o) edema;
p) blistering;
q) inflammation, folliculitis, skin infection;
r) eye damage, including damage to retina and cornea;
s) prickling or feeling of heat;
t) dry skin and itching due to shaving or combination of shaving and light treatment;
u) excessive pain;
v) paradoxical hypertrichosis (increased growth of hair after treatment);
w) overexposure;
x) unintended release of radiation;
y) ignition, explosion or production of fumes. - Rit
-
[is]
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2346 frá 1. desember 2022 um sameiginlegar forskriftir fyrir flokka vara án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs sem eru tilgreindir í XVI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki
- [en] Commission Implementing Regulation (EU) 2022/2346 of 1 December 2022 laying down common specifications for the groups of products without an intended medical purpose listed in Annex XVI to Regulation (EU) 2017/745 of the European Parliament and of the Council on medical devices
- Skjal nr.
- 32022R2346
- Aðalorð
- húðsjúkdómur - orðflokkur no. kyn kk.
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.