Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
ábyrgðartrygging
ENSKA
insurance against civil liability
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Ábyrgðartrygging vélknúinna ökutækja (ökutækjatryggingar) er sérstaklega mikilvæg fyrir evrópska ríkisborgara hvort sem þeir eru vátryggingartakar eða fórnarlömb slyss. Hún hefur líka mikla þýðingu fyrir vátryggingafélög vegna þess að hún er mikilvægur þáttur í rekstri skaðatrygginga í Bandalaginu. Ökutækjatryggingar hafa einnig áhrif á frjálsa för fólks og ökutækja. Það skal því vera höfuðmarkmið Bandalagsaðgerða á sviði fjármálaþjónustu að styrkja og efla innri markaðinn í ökutækjatryggingum.

[en] Insurance against civil liability in respect of the use of motor vehicles (motor insurance) is of special importance for European citizens, whether they are policyholders or victims of an accident. It is also a major concern for insurance undertakings as it constitutes an important part of non-life insurance business in the Community. Motor insurance also has an impact on the free movement of persons and vehicles. It should therefore be a key objective of Community action in the field of financial services to reinforce and consolidate the internal market in motor insurance.

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/103/EB frá 16. september 2009 um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja og um að fylgja því eftir að vátrygging vegna slíkrar ábyrgðar sé tekin

[en] Directive 2009/103/EC of the European Parliament and of the Council of 16 September 2009 relating to insurance against civil liability in respect of the use of motor vehicles, and the enforcement of the obligation to insure against such liability

Skjal nr.
32009L0103
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.