Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
aukin fjárhagsleg byrði
ENSKA
additional financial burden
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Með 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 er komið á endurgreiðslukerfi en markmiðið með því er að leitast við að koma á sanngjarnari fjárhagslegri skiptingu milli aðildarríkjanna þegar um er að ræða atvinnulausa einstaklinga sem hafa fasta búsetu í aðildarríki öðru en lögbæru ríki. Endurgreiðslum er ætlað að jafna aukna fjárhagslega byrði þess aðildarríkis sem er búseturíki og veitir atvinnuleysisbætur skv. a-lið 5. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 án þess að hafa fengið iðgjöld frá hlutaðeigandi einstaklingum þegar þeir stunduðu síðast atvinnu í öðru aðildarríki.

[en] Regulation (EC) No 883/2004 introduces a reimbursement mechanism in Article 65 with the aim of providing for a fairer financial balance between Member States in the case of unemployed persons who reside in a Member State other than the competent State. The reimbursements shall compensate for the additional financial burden on the Member State of residence, which provides unemployment benefits under Article 65(5)(a) of Regulation (EC) No 883/2004 without having collected any contributions from the persons concerned during their last activity carried out in another Member State.

Rit
[is] Ákvörðun nr. U4 frá 13. desember 2011 um málsmeðferð við endurgreiðslu skv. 6. og 7. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og 70. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009

[en] Decision No U4 of 13 December 2011 concerning the reimbursement procedures under Article 65(6) and (7) of Regulation (EC) No 883/2004 and Article 70 of Regulation (EC) No 987/2009

Skjal nr.
32012D0225(01)
Athugasemd
Áður gefin þýðingin ,aukakostnaður´ en breytt 2014.

Aðalorð
byrði - orðflokkur no. kyn kvk.