Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
einfaldur gerningur
ENSKA
non-complex instrument
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Veiting þjónustu með einfalda gerninga
...
Telja skal fjármálagerning sem ekki er tilgreindur sérstaklega í a-lið 4. mgr. 25. gr. tilskipunar 2014/65/ESB einfaldan að því er varðar vi. tölulið a-liðar 4. mgr. 25. gr. tilskipunar 2014/65/ESB ef hann uppfyllir eftirfarandi viðmið:

a) hann fellur ekki undir c-lið 44. töluliðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB eða 4.11. tölulið C-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB,
b) tíð tækifæri eru til að selja, innleysa eða á annan hátt leysa út viðkomandi gerning á verði sem er opinberlega aðgengilegt markaðsaðilum og sem er annaðhvort markaðsverð eða verð sem gert er aðgengilegt, eða er staðfest, af verðmatskerfum sem eru óháð útgefandanum,
c) hann felur ekki í sér skuldbindingu eða hugsanlega skuldbindingu fyrir viðskiptavininn sem nemur hærri fjárhæð en kostnaðinum af því að eignast gerninginn,
d) hann felur ekki í sér ákvæði, skilyrði eða mörk sem gætu breytt í grundvallaratriðum eðli eða áhættu fjárfestingarinnar eða tilhögun útgreiðslna, s.s. fjárfestinga sem fela í sér rétt til að breyta gerningnum í annars konar fjárfestingu,
e) hann felur ekki í sér bein eða óbein innlausnargjöld sem gera fjárfestinguna illseljanlega jafnvel þótt tæknilega séu tíð tækifæri til að selja, innleysa eða á annan hátt leysa hann út,
f) nægilega ítarlegar upplýsingar um eiginleika hans séu aðgengilegar almenningi og líklegar til að vera auðskiljanlegar, þannig að almennum fjárfesti með þekkingu og reynslu í meðallagi sé kleift að taka upplýsta ákvörðun um hvort eiga skuli í viðskiptum með viðkomandi gerning.


[en] Provision of services in non-complex instruments
...
A financial instrument which is not explicitly specified in Article 25(4)(a) of Directive 2014/65/EU shall be considered as non-complex for the purposes of Article 25(4)(a)(vi) of Directive 2014/65/EU if it satisfies the following criteria:

a) it does not fall within Article 4(1)(44)(c) of, or points (4) to (11) of Section C of Annex I to Directive 2014/65/EU;
b) there are frequent opportunities to dispose of, redeem, or otherwise realise that instrument at prices that are publicly available to market participants and that are either market prices or prices made available, or validated, by valuation systems independent of the issuer;
c) it does not involve any actual or potential liability for the client that exceeds the cost of acquiring the instrument;
d) it does not incorporate a clause, condition or trigger that could fundamentally alter the nature or risk of the investment or pay out profile, such as investments that incorporate a right to convert the instrument into a different investment;
e) it does not include any explicit or implicit exit charges that have the effect of making the investment illiquid even though there are technically frequent opportunities to dispose of, redeem or otherwise realise it;
f) adequately comprehensive information on its characteristics is publicly available and is likely to be readily understood so as to enable the average retail client to make an informed judgment as to whether to enter into a transaction in that instrument.


Rit
[is] Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 frá 25. apríl 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði verðbréfafyrirtækja og hugtök sem skilgreind eru að því er varðar þá tilskipun

[en] Commission Delegated Regulation (EU) 2017/565 of 25 April 2016 supplementing Directive 2014/65/EU of the European Parliament and of the Council as regards organisational requirements and operating conditions for investment firms and defined terms for the purposes of that Directive

Skjal nr.
32017R0565
Aðalorð
gerningur - orðflokkur no. kyn kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira