Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
auðlífbrjótanlegur
ENSKA
readily biodegradable
Svið
umhverfismál
Dæmi
[is] Þessi prófunaraðferð er skimunaraðferð til að meta auðlífbrjótanleika íðefna og veitir svipaðar upplýsingar og prófunaraðferðirnar sex sem lýst er í kafla C.4 í þessum viðauka A til F. Þess vegna getur íðefni, sem sýnir jákvæðar niðurstöður í þessari prófunaraðferð, talist auðlífbrjótanlegt og þar af leiðandi brotnar það hratt niður í umhverfinu.

[en] This Test Method is a screening method for the evaluation of ready biodegradability of chemicals and provides similar information to the six test methods described in chapter C.4 of this Annex A to F. Therefore, a chemical that shows positive results in this Test Method can be considered readily biodegradable and consequently rapidly degradable in the environment.

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 260/2014 frá 24. janúar 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH))

[en] Commission Regulation (EU) No 260/2014 of 24 January 2014 amending, for the purpose of its adaptation to technical progress, Regulation (EC) No 440/2008 laying down test methods pursuant to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council on the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals (REACH)

Skjal nr.
32014R0260
Orðflokkur
lo.