Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
hespun
ENSKA
reeling
Svið
tæki og iðnaður
Dæmi
[is] Silkiúrgangur (einnig púpuhýði, sem henta ekki til hespunar, garnúrgangur og forkembd textílefni) ...

[en] Silk waste (including cocoons unsuitable for reeling, yarn waste and garnetted stock) ...

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 frá 14. júní 2006 um tilflutning úrgangs

[en] Regulation (EC) No 1013/2006 of the European Parliament and of the Council of 14 June 2006 on shipments of waste

Skjal nr.
32006R1013
Athugasemd
Ath. að merkingin hér er sú að undan eru skilin púpuhýði sem ekki er unnt að vinda eða rekja þráð ofan af. ,Hespun´ er það að vinda þráðinn upp í hespu, sem er samofið stig í vinnsluferlinu.

Í Vöruhandbók Jóns E. Vestdals er lýsing á þessu: Þegar hinn samhangandi langi silkiþráður er rakinn ofan af kókoninum (skýr.: þ.e. púpunni), - silkið spunnið - eru 3-8 kókonar (púpur) teknir fyrir í einu. Þeir eru þá lagðir ofan í heitt vatn. Í því verður serísínið mjúkt, og límast þræðirnir af öllum 3-8 kókonunum saman í einn samfelldan þráð, sem er hespaður og þurrkaður. Er þráðurinn í hverri hespun hafður um 40.000 m að lengd, og er því rakið ofan af mörgum kókonhópum hverjum á eftir öðrum. Þessi þráður er nefndur grégé-silki (hrásilki), og er enginn snúður á honum eins og á öðru garni. ...
Hér mætti því eins (jafnvel fremur) þýða reeling sem ,það að rekja (þráð) ofan af (púpuhýði)´.

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira