Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
námsleið
ENSKA
educational programme
Svið
menntun og menning
Dæmi
[is] Þar sem kerfi til að safna gögnum um árangur brautskráðra úr æðra námi og úr starfsnámi og þjálfun, greina þau og nota eru ekki mjög þróuð víða í Sambandinu er þó þörf á betri upplýsingum til að námsmenn geti tekið upplýsta ákvörðun um hvað þeir vilja læra eða til að móta megi námsleiðir eða stefnur stjórnvalda.

[en] However, since the systems for collecting, analysing and using data on the outcomes for graduates from higher education and vocational education and training are not well developed in many parts of the Union, better information is needed for students to make informed choices about what to study, or for the design of educational programmes or government policy.

Skilgreining
[en] the programmes which are defined on the basis of their educational content as an array or sequence of educational activities which are organised to accomplish a pre-determined objective or a specified set of educational tasks

Definition Ref.UNESCO,International Standard Classification of Education-ISCED,11/1997,par.17 (IATE)

Rit
[is] Tilmæli ráðsins frá 20. nóvember 2017 um að rekja feril brautskráðra

[en] Council Recommendation of 20 November 2017 on tracking graduates

Skjal nr.
32017H1209(01)
Athugasemd
Námsleið er grunneining ISCED-flokkunarkerfisins

Þótt nærtækast sé fyrir flokkun náms í hverju landi að byggja hana á þeim stofnunum sem bjóða upp á nám er slík flokkun ófullnægjandi þegar kemur að því að greina þróun í menntamálum innanlands eða bera hana saman á alþjóðavísu. Menntastofnanir eru æði mismunandi frá einu landi til annars og taka breytingum í tímans rás. Til þess að skapa kerfi sem er samanburðarhæft hefur flokkunarkerfið verið grundvallað á því sem hér er kallað námsleið (e. educational programme). Með ISCED eru margháttaðar námsleiðir sem fyrirfinnast í hinum ýmsu löndum flokkaðar eftir einu kerfi sem byggir á ákveðnum og tilteknum skilgreiningum. Með því er kleift að þýða þær ítarlegu upplýsingar sem fyrir liggja um ýmsa þætti menntamála einstakra landa yfir í kerfi sem talið er veita alþjóðlega samanburðarhæfan vitnisburð sem er forsenda marktækra túlkana á þessu sviði frá alþjóðlegu sjónarhorni.

Orðaskrá um evrópska menntastefnu (CEDEFOP):) vottun þjálfunar- eða námsleiðar (accreditation of an education or training programme)

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.
ENSKA annar ritháttur
education programme

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira