Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
geymir
ENSKA
reservoir
DANSKA
reservoir
SÆNSKA
reservoar
FRANSKA
réservoir, espèce reservoir
ÞÝSKA
Speicher
Svið
umhverfismál
Dæmi
[is] Með Parísarsamningnum er einnig kallað eftir jafnvægi milli losunar frá upptökum af mannavöldum og upptöku gróðurhúsalofttegunda í viðtaka á síðari hluta þessarar aldar og aðilar hvattir til að grípa til aðgerða til að varðveita og auka, eins og við á, viðtaka og geyma fyrir gróðurhúsalofttegundir, þ.m.t. skógar.

[en] The Paris Agreement also calls for a balance between anthropogenic emissions by sources and removals by sinks of greenhouse gases in the second half of this century, and invites Parties to take action to conserve and enhance, as appropriate, sinks and reservoirs of greenhouse gases, including forests.

Skilgreining
[en] a component or components of the climate system where a greenhouse gas or a precursor of a greenhouse gas is stored (IATE)

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/841 frá 30. maí 2018 um að fella losun gróðurhúsalofttegunda og upptöku frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til ársins 2030 og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013 og ákvörðun nr. 529/2013/ESB

[en] Regulation (EU) 2018/841 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 on the inclusion of greenhouse gas emissions and removals from land use, land use change and forestry in the 2030 climate and energy framework, and amending Regulation (EU) No 525/2013 and Decision No 529/2013/EU

Skjal nr.
32018R0841
Athugasemd
Í Kýótóbókuninni var hugtakið ,reservoir´ þýtt í sams konar samhengi með orðinu ,forði´, sem er villandi/óheppileg þýðing þegar meðf. skilgr. úr IATE (Orðabanka ESB) er skoðuð. Þetta vísar til einhvers sem getur geymt gróðurhúsalofttegundir og augljóst er að ,forði´ gerir það ekki. Til greina komu nokkrar mism. lausnir á ísl., m.a. geymsla og forðabúr, en á endanum varð hugtakið ,geymir´ í sinni víðustu merkingu niðurstaðan: e-ð sem geymir e-ð.

Orðflokkur
no.
Kyn
kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira