Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
mótaðili sem tekur verðbréf að láni
ENSKA
security-borrowing counterparty
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Verðbréfalánveiting: Sérhæfður sjóður sem tekur þátt í verðbréfalánveitingu lánar verðbréf áfram til mótaðila sem tekur verðbréf að láni (sem venjulega fær verðbréfið að láni til að mæta skortsölu) fyrir umsamda þóknun. Lántakandi verðbréfa mun afhenda sérhæfða sjóðnum annaðhvort tryggingu í reiðufé eða tryggingu sem er ekki í formi reiðufjár. Aðeins skapast heildaráhætta ef trygging í reiðufé er endurfjárfest í öðrum gerningum en þeim sem skilgreindir eru í a-lið 7. gr. Ef tryggingin, sem er ekki í reiðufé, er notuð sem hluti af endurhverfum verðbréfakaupum eða annarri verðbréfalánveitingu skal telja fullt markaðsvirði verðbréfanna með í fjárhæð heildaráhættu, eins og lýst er hér að framan. Áhættuskuldbinding myndast að því marki sem trygging í reiðufé hefur verið endurfjárfest.


[en] Securities lending arrangements: An AIF engaging in a securities lending transaction will lend a security to a security-borrowing counterparty (who will normally borrow the security to cover a physical short sale transaction) for an agreed fee. The security borrower will deliver either cash or non-cash collateral to the AIF. Only where cash collateral is reinvested in instruments other than those defined in Article 7 point (a) will global exposure be created. If the non-cash collateral is further used as part of a repo or another security lending transaction, the full market value of the securities must be included in the global exposure amount as described above. Exposure is created to the extent that the cash collateral has been reinvested.


Rit
[is] Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, vogun, gagnsæi og eftirlit

[en] Commission Delegated Regulation (EU) No 231/2013 of 19 December 2012 supplementing Directive 2011/61/EU of the European Parliament and of the Council with regard to exemptions, general operating conditions, depositaries, leverage, transparency and supervision

Skjal nr.
32013R0231
Aðalorð
mótaðili - orðflokkur no. kyn kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira