Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
rammasamningur Evrópuráðsins um samstarf byggðarlaga og svæðisbundinna yfirvalda yfir landamæri
ENSKA
European Outline Convention on Transfrontier Co-operation between Territorial Communities or Authorities
Svið
milliríkjasamningar (samningaheiti)
Rit
Safn Evrópusamninga, 2000. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins annaðist undirbúning þessarar útgáfu.
Athugasemd
Úr formála íslensku útgáfunnar eftir Daniel Tarschys framkvæmdastjóra:
Í þessari útgáfu er að finna nokkurn fjölda samninga sem hafa grundvallargildi fyrir lagalega vernd þeirra sem þeir taka til. Málefnasviðin sem þessir samningar heyra undir eru sem hér segir:
mannréttindi,
minnihlutahópar,
lýðræði í sveitarfélögum og samvinna yfir landamæri,
menning/menntun/íþróttir,
fjölmiðlar,
samvinna á sviði dómsmála,
umhverfismál,
félagsmál,
heilbrigðismál.
Samningarnir hafa aðeins lagagildi í þeim ríkjum sem hafa fullgilt þá. Ákvörðun um að birta þá í þessari útgáfu var þó ekki byggð á því hvort þeir höfðu verið undirritaðir eða fullgiltir, heldur á þeirri staðreynd að þeir hafa að geyma sameiginleg grundvallargildi Evrópubúa.
Rétt er að benda á að þótt samningarnir séu gefnir út í íslenskri þýðingu merkir það ekki að þeir hafi lagagildi, því aðeins enski og franski textinn, eins og hann birtist í ensku útgáfunni European Treaty Series (ETS) og frönsku útgáfunni Série des traités européens (STE), telst hafa lagagildi.

Sjá heimasíðu utanríkisráðuneytisins, https://www.utanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/safn_evropusamn.PDF og heimasíðu Evrópuráðsins, http://www.coe.int/en/web/conventions/full-list.


ÍSLENSKA annar ritháttur
SES nr. 106 og 159 (Safn Evrópusamninga)
ENSKA annar ritháttur
ETS No. 106, 159 (Complete list of the Council of Europe´s treaties)