Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
úrskurður um eignaupptöku
ENSKA
confiscation order
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Öll aðildarríkin hafa fullgilt Evrópuráðssamninginn frá 8. nóvember 1990 um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum (samningurinn frá 1990). Samningurinn skuldbindur undirritunaraðila til að viðurkenna og framkvæma úrskurð um eignaupptöku sem annar aðili gefur út, eða leggja fram beiðni til lögbærra yfirvalda til að leita úrskurðar um eignaupptöku og fullnægja honum ef slíkur úrskurður fæst. Aðilar geta synjað beiðni um eignaupptöku, m.a. ef afbrotið sem beiðnin snýr að telst ekki afbrot samkvæmt lögum þess aðila, sem beiðninni er beint til, eða ef lög þess aðila sem beiðni er beint til kveða ekki á um eignaupptöku vegna brots af því tagi sem beiðnin lýtur að.

[en] All Member States have ratified the Council of Europe Convention of 8 November 1990 on Laundering, Search, Seizure and Confiscation of the Proceeds from Crime (the 1990 Convention). The Convention obliges signatories to recognise and enforce a confiscation order made by another party, or to submit a request to its competent authorities for the purpose of obtaining an order of confiscation and, if such order is granted, enforce it. The Parties may refuse requests for confiscation inter alia if the offence to which the request relates would not be an offence under the law of the requested Party, or if under the law of the requested Party confiscation is not provided for in respect of the type of offence to which the request relates.

Skilgreining
[is] lokarefsing eða ráðstöfun, sem dómur kveður á um að aflokinni málsmeðferð vegna refsiverðs brots eða refsiverðra brota, sem hefur í för með sér endanlega sviptingu eignar (32006F0783)

[en] a final penalty or measure imposed by a court following proceedings in relation to a criminal offence or offences, resulting in the definitive deprivation of property (32006F0783)

Rit
[is] Rammaákvörðun ráðsins 2006/783/DIM frá 6. október 2006 um beitingu meginreglunnar um gagnkvæma viðurkenningu á úrskurðum um eignaupptöku

[en] Council Framework Decision 2006/783/JHA of 6 October 2006 on the application of the principle of mutual recognition to confiscation orders

Skjal nr.
32006F0783
Aðalorð
úrskurður - orðflokkur no. kyn kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira