Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
hryðjuverk
ENSKA
terrorist offence
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Rétt er að kveða á um viðurlög ætluð einstaklingum, sem hafa að ásettu ráði framið hryðjuverk, safnað liði til hryðjuverka og þjálfað það, eða lögaðilum sem bera ábyrgð á að hvetja til slíks athæfis á opinberum vettvangi. Slíkt atferli skal vera refsivert með sama hætti í öllum aðildarríkjunum, hvort sem það fer fram um Netið eður ei.

[en] Penalties should be provided for natural persons having intentionally committed or legal persons held liable for public provocation to commit terrorist offences, recruitment for terrorism and training for terrorism. These forms of behaviour should be equally punishable in all Member States irrespective of whether they are committed through the Internet or not.

Skilgreining
(í refsirétti) refsivert brot framið í þeim tilgangi að valda verulegum ótta hjá almenningi eða til að þvinga með ólögmætum hætti stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera e-ð eða láta e-ð ógert eða til að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Rammaákvörðun ráðsins 2008/919/DIM frá 28. nóvember 2008 um breytingu á rammaákvörðun ráðsins 2002/475/DIM um baráttuna gegn hryðjuverkum

[en] Council Framework Decision 2008/919/JHA of 28 November 2008 amending Framework Decision 2002/475/JHA on combating terrorism

Skjal nr.
32008D0919
Athugasemd
Einnig er áskilið að verknaðurinn geti valdið ríki eða alþjóðastofnun alvarlegum skaða í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn. Fyrir h. skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi, sbr. 100. gr. a. hgl. [almennra hegningarlaga], og hótun um h. getur varðað sömu refsingu.
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira