Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
Handbók Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins, sjötta útgáfa
ENSKA
BPM6
Svið
hagskýrslugerð
Dæmi
[is] Eftirfarandi skilgreiningar eru byggðar á handbók Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins, 6. útgáfa (BPM6), evrópska þjóðhagsreikningakerfinu, handbók um hagskýrslur um þjónustuviðskipti við útlönd 2010 og viðmiðunarskilgreiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á beinum, erlendum fjárfestingum (BD4).

[en] The following definitions are based on the IMF Balance of Payments and International Investment Positions Manual, Sixth Edition. (BPM6), the European System of Accounts, the Manual on Statistics on International Trade in Services 2010, the OECD Benchmark Definition of Foreign Direct Investment (BD4).

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 555/2012 frá 22. júní 2012 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 184/2005 um hagskýrslur Bandalagsins að því er varðar greiðslujöfnuð, þjónustuviðskipti við útlönd og beina, erlenda fjárfestingu, að því er varðar uppfærslu á kröfum um gögn og skilgreiningum


[en] Commission Regulation (EU) No 555/2012 of 22 June 2012 amending Regulation (EC) No 184/2005 of the European Parliament and of the Council on Community statistics concerning balance of payments, international trade in services and foreign direct investment, as regards the update of data requirements and definitions


Skjal nr.
32012R0555
Athugasemd
Til að standast alþjóðlegan samanburð fylgir Seðlabanki Íslands alþjóðlegum staðli við uppgjör á greiðslujöfnuði og erlendri stöðu þjóðarbúsins. Staðallinn er gefin út af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en aðildarþjóðir hans gangast undir að fylgja honum. Árið 2009 gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn út sjöttu útgáfuna af staðlinum Balance of Payments and International Investment Position Manual, 6th edition (BPM6) sem kemur í stað fimmtu útgáfunnar (BPM5) sem gefin var út árið 1993 og innleidd hér á landi árið 1996. Sjötta útgáfan var unnin í nánu samstarfi við tölfræðiráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sviði greiðslujafnaðar og víðtækt samráð var haft við aðrar alþjóðastofnanir, þar á meðal Seðlabanka Evrópu (ECB), Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat), Efnahags- og framfarastofnunina (OECD), Alþjóðabankann (World Bank), Sameinuðu þjóðirnar (UN) o.fl.

Þessi víðtæka samvinna hefur leitt af sér aukið samræmi við staðla fyrir hagtölur þjóðhagsreikninga (System of National Accounts, SNA) og staðla OECD fyrir beina erlenda fjárfestingu (OECD Benchmark Definition of Foreign Direct Investment, 4th edition)[1]. Nú þegar hafa lönd eins og Ástralía, Bandaríkin, Kanada o.fl. innleitt hina nýju staðla. Sömu staðlar verða einnig innleiddir hjá öðrum Evrópuþjóðum á haustmánuðum. Samhliða innleiðingunni hér á landi í september mun Hagstofa Íslands innleiða nýja staðla fyrir þjóðhagsreikninga og þjónustu- og vöruviðskipti.


Aðalorð
handbók - orðflokkur no. kyn kvk.
ENSKA annar ritháttur
IMF Balance of Payments and International Investment Position Manual, 6th edition

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira