Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
atlaga að þjónustumiðlun
ENSKA
denial of service attack
SÆNSKA
överbelastningsattack
ÞÝSKA
DoS Angriff
Svið
upplýsingatækni og fjarskipti
Dæmi
[is] Vinnsla umferðargagna að því marki sem bráðnauðsynlegt er til að tryggja net- og upplýsingaöryggi, þ.e. geta nets eða upplýsingakerfis til að standast, á tilteknu öryggisstigi, atburði sem verða fyrir slysni eða aðgerðir sem eru ólöglegar eða skaðlegar sem stofna í hættu aðgengi, sannvottuðum uppruna, heilleika og leynd vistaðra eða sendra gagna, og öryggi tengdrar þjónustu sem boðin er eða er aðgengileg um þessi net og kerfi, af veitendum öryggistækni og -þjónustu þegar þeir starfa sem ábyrgðaraðilar gagna, er með fyrirvara um f-lið 7. gr. tilskipunar 95/46/EB. Þetta gæti t.d. falið í sér að komið sé í veg fyrir óheimilan aðgang að rafrænum fjarskiptanetum og dreifingu spilliforrita og til að stöðva atlögur að þjónustumiðlun (e. denial of service attacks) og skemmdir á tölvum og rafrænum fjarskiptakerfum.

[en] The processing of traffic data to the extent strictly necessary for the purposes of ensuring network and information security, i.e. the ability of a network or an information system to resist, at a given level of confidence, accidental events or unlawful or malicious actions that compromise the availability, authenticity, integrity and confidentiality of stored or transmitted data, and the security of the related services offered by, or accessible via, these networks and systems, by providers of security technologies and services when acting as data controllers is subject to Article 7(f) of Directive 95/46/EC. This could, for example, include preventing unauthorised access to electronic communications networks and malicious code distribution and stopping denial of service attacks and damage to computer and electronic communication systems.

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/136/EB frá 25. nóvember 2009 um breytingu á tilskipun 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og -þjónustu (tilskipun um alþjónustu), tilskipun 2002/58/EB um vinnslu persónuupplýsinga og um verndun einkalífs á sviði rafrænna fjarskipta (tilskipun um friðhelgi einkalífsins og rafræn fjarskipti) og reglugerð (EB) nr. 2006/2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd

[en] Directive 2009/136/EC of the European Parliament and of the Council of 25 November 2009 amending Directive 2002/22/EC on universal service and users rights relating to electronic communications networks and services, Directive 2002/58/EC concerning the processing of personal data and the protection of privacy in the electronic communications sector and Regulation (EC) No 2006/2004 on cooperation between national authorities responsible for the enforcement of consumer protection laws

Skjal nr.
32009L0136
Aðalorð
atlaga - orðflokkur no. kyn kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira