Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
rökrétt íhlutunarferli
ENSKA
intervention logic
Svið
dómsmálasamstarf
Dæmi
[is] Samhliða meginreglunum, sem er lýst hér að framan, er brýnt að tryggja með kerfisbundnum hætti að fylgt sé rökréttu íhlutunarferli og ætluðu sambandi orsaka og afleiðinga milli markmiða og væntra niðurstaðna.

Einföld aðferð við áætlanagerð er að fylgja rökréttu íhlutunarferli við að undirbúa grundvöll landsáætlananna og því næst yfirfæra þetta ferli í landsáætlanirnar:

- minnist viðeigandi meginreglna landsbundnu stefnuáætlananna,
- skilgreinið nákvæmlega hvaða þarfir, áskoranir eða vandamál vilji er til að takast á við með fjármögnun ESB og samsvarandi aðgerðir,
- greinið, í tengslum við hverja þessara þarfa, áskorana eða vandamála, hvaða útkomu/niðurstöðum stefnt er að með fjármögnun ESB, ef við á með hliðsjón af takmörkum (e. targets) í greiningunni,
- yfirfærið niðurstöðuna í raunverulegan vísi og setjið markgildi,
- greinið hvaða aðgerðir myndu stuðla að því að ná þessum niðurstöðum eða takmörkum (e. targets) á sem rökréttastan og skilvirkastan hátt,
- úthlutið að lokum áætlaðri fjárhæð sem myndi gera kleift að ná áformuðu takmarki (útkomu/niðurstöðu sem stefnt er að) og takast á við skilgreindu áskorunina.

[en] Alongside the principles outlined above, it is essential to systematically ensure the respect of the intervention logic and the assumed cause-effect relationship linking objectives and expected results.

A simple programming method is to follow the logic of intervention in preparing the context of the NPs and subsequently translating this process into the NP:

- recall the relevant principles of the national strategies;
- identify the concrete needs, challenges or problems you want to address using EU funding, and the corresponding actions;
- for each of these needs, challenges or problems, identify the desired outcomes/results you wish to attain with EU funding, where appropriate by considering targets in your analysis;
- translate the result into a concrete indicator and set a target value;
- identify those actions that would contribute to reaching these results or targets in the most logical and effective way;
- finally, allocate the estimated amount of funds that would allow for achieving the envisaged target (desired outcomes/result) and addressing the identified challenge.

Rit
Handbók fyrir aðildarríkin um gerð áætlana í tengslum við Sjóðinn vegna hælismála, fólksflutninga og aðlögunar og Sjóðinn fyrir innra öryggi innan fjárhagsrammans til margra ára fyrir tímabilið 20142020

Skjal nr.
UÞM2015060022
Aðalorð
íhlutunarferli - orðflokkur no. kyn hk.
ENSKA annar ritháttur
logic of intervention