Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
það að uppfylla kröfur að því er varðar sameiginlegt evrugreiðslusvæði
ENSKA
SEPA compliance
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Margir stórir notendur beingreiðslugerninga hafa nú þegar gefið til kynna að þeir hyggi á umskipti nálægt lokadagsetningunni. Öll frestun á þessum umskiptaverkefnum gæti leitt til tímabundins álags á inngreiðslur og sjóðstreymi og þar af leiðandi á sjóðsstöðu hlutaðeigandi félaga. Ef umskiptin fara að miklu leyti fram svo seint gæti það einnig valdið tilteknum flöskuhálsum, einkum hjá bönkum og seljendum hugbúnaðar sem gætu þurft að takast á við takmarkaða afkastagetu. Viðbótartímabilið, til að innleiða nýja kerfið í áföngum, myndi stuðla að því að umskiptin þróist stig af stigi. Markaðsaðilar sem hafa ekki enn hafið framkvæmd á nauðsynlegri aðlögun til að uppfylla kröfur að því er varðar sameiginlegt evrugreiðslusvæði eru beðnir að gera það eins fljótt og mögulegt er. Markaðsaðilar sem eru nú þegar byrjaðir að aðlaga greiðsluferli sín ættu þó að ljúka umskiptunum eins fljótt og mögulegt er.
[en] Several large users of direct debit instruments have already indicated that they plan to migrate close to the end-date. Any postponing of those migration projects could lead to temporary stress on incoming payments and cash flows, and hence on treasury levels of the companies concerned. Such late migration on a large scale could also create certain bottlenecks, in particular at the level of banks and software vendors which may be faced with certain capacity constraints. The additional period for phasing in the new system would allow for a more gradual approach. Market participants that have not yet started to implement the necessary adaptations for SEPA compliance are called upon to do so as soon as possible. Market participants that have already started to adapt their payment processes should nevertheless complete the migration as rapidly as possible.
Rit
Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 84, 20.3.2014, 1
Skjal nr.
32014R0248
Önnur málfræði
nafnháttarliður