Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
greiðslufallsáhætta
ENSKA
credit risk
Samheiti
kröfuáhætta
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Með tilliti til þeirra afleiðinga sem nauðungarsala hefur gagnvart lánveitendum, neytendum og hugsanlega fjármálastöðugleika, þá er rétt að hvetja lánveitendur til að hafa frumkvæði að því að taka á vaxandi greiðslufallsáhættu strax á fyrstu stigum og að til staðar séu viðeigandi úrræði til að tryggja að lánveitendur sýni sanngjarna biðlund og geri heiðarlega tilraun til að leysa ástandið með öðrum leiðum áður en farið er fram á nauðungarsölu. Þegar það er mögulegt ætti að leitast við að finna lausnir sem taka mið af aðstæðum og eðlilegum framfærslukostnaði neytanda. Í þeim tilfellum þar sem útistandandi skuld er ennþá fyrir hendi að lokinni nauðungarsölu skulu aðildarríki tryggja að neytandi njóti engu að síður lágmarkslífskjara og grípa til ráðstafana til að auðvelda endurgreiðslu en á sama tíma forðast yfirskuldsetningu til langs tíma.


[en] Given the significant consequences for creditors, consumers and potentially financial stability of foreclosure, it is appropriate to encourage creditors to deal proactively with emerging credit risk at an early stage and that the necessary measures are in place to ensure that creditors exercise reasonable forbearance and make reasonable attempts to resolve the situation through other means before foreclosure proceedings are initiated. Where possible, solutions should be found which take account of the practical circumstances and reasonable need for living expenses of the consumer. Where after foreclosure proceedings outstanding debt remains, Member States should ensure the protection of minimum living conditions and put in place measures to facilitate repayment while avoiding long-term over-indebtedness.


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB frá 4. febrúar 2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010

[en] Directive 2014/17/EU of the European Parliament and of the Council of 4 February 2014 on credit agreements for consumers relating to residential immovable property and amending Directives 2008/48/EC and 2013/36/EU and Regulation (EU) No 1093/2010

Skjal nr.
32014L0017
Athugasemd
Rétt er að þýða ,credit risk´ og orðasambönd leidd af því eftir samhengi. Hér fer skýring sérfr. hjá FME: Samhengisins vegna teljum við eðlilegt að counterparty credit risk sé þýtt sem útlánaáhætta mótaðila í 32013R575 en greiðslufallsáhætta mótaðila í 32012R0648. Í fyrsta lagi vegna þess að það er næst því að vera orðrétt þýðing í 32013R0575 og við höfum hingað til stuðst við það hugtak. Í öðru lagi út af því að samhengið er m.a. það að undir counterparty credit risk í 575 er verið að reikna svokallað útlánaígildi vegna afleiðusamninga. Það gildi er svo notað til að ákvarða eiginfjárkröfur vegna þessara afleiðna í samræmi við ákvæðin í CRR.

Í orðasambandinu counterparty credit risk er m.ö.o. í raun ekki verið að fást við lánveitingar, hvorki í 575 eða 648, heldur mótaðilaáhættu afleiðusamninga sem reiknaðir yfir í útlánaígildi. Það eru samt tengsl milli útlánaáhættu (credit risk) kaflans í CRR og þessa counterparty credit risk út af þessum útlánaígildi. Það eru engin tengsl við útlán eða nokkuð tengt lánveitingum í 648, heldur gagnsæi og uppgjör m.t.t. afleiðuviðskipta. Því er eðlilegra að tala um greiðslufallsáhættu mótaðila í 648, en útlánaáhættu mótaðila í 575.


Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira