Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
blindflugsbraut
ENSKA
instrument runway
DANSKA
instrumentlandingsbane
SÆNSKA
instrumentbana
FRANSKA
piste aux instruments
ÞÝSKA
Instrumentenlandebahn
Svið
flutningar (flug)
Dæmi
[is] ... 22) blindflugsbraut (e. instrument runway): ein af eftirtöldum tegundum flugbrauta sem er ætluð loftförum sem fljúga samkvæmt blindaðflugsverklagi:

1. flugbraut fyrir grunnaðflug (e. non-precision approach runway): blindflugsbraut með bæði sjónrænum leiðsögutækjum og öðrum leiðsögutækjum, sem veita a.m.k. stefnuleiðsögu sem nægir fyrir beint aðflug,

2. flugbraut fyrir nákvæmnisaðflug, I. flokkur (e. precision approach runway, category I): blindflugsbraut með bæði sjónrænum leiðsögutækjum og öðrum leiðsögutækjum, ætluð til starfrækslu með ákvörðunarhæð sem er ekki undir 60 m (200 fetum) og annaðhvort við skyggni sem er ekki minna en 800 m eða flugbrautarskyggni sem er ekki minna en 550 m,

3. flugbraut fyrir nákvæmnisaðflug, II. flokkur (e. precision approach runway, category II): blindflugsbraut með bæði sjónrænum leiðsögutækjum og öðrum leiðsögutækjum, ætluð til starfrækslu með ákvörðunarhæð sem er undir 60 m (200 fetum) en ekki undir 30 m (100 fetum) og flugbrautarskyggni sem er ekki minna en 300 m,

4. flugbraut fyrir nákvæmnisaðflug, III. flokkur: blindflugsbraut með bæði sjónrænum leiðsögutækjum og öðrum leiðsögutækjum að og eftir yfirborði flugbrautar og:
A. ætluð til starfrækslu með ákvörðunarhæð sem er undir 30 m (100 fetum) eða enga ákvörðunarhæð og flugbrautarskyggni ekki minna en 175 m eða
B. ætluð til starfrækslu með ákvörðunarhæð sem er undir 15 m (50 fetum) eða enga ákvörðunarhæð og flugbrautarskyggni minna en 175 m en ekki minna en 50 m eða
C. ætluð til starfrækslu með enga ákvörðunarhæð og enga takmörkun á flugbrautarskyggni, ...

[en] ... 22) instrument runway means one of the following types of runways intended for the operation of aircraft using instrument approach procedures:

1. non-precision approach runway: an instrument runway served by visual aids and a non-visual aid providing at least directional guidance adequate for a straight-in approach.

2. precision approach runway, category I: an instrument runway served by non-visual aids and visual aids, intended for operations with a decision height (DH) not lower than 60 m (200 ft) and either a visibility not less than 800 m or a runway visual range (RVR) not less than 550 m.

3. precision approach runway, category II: an instrument runway served by non-visual aids and visual aids intended for operations with a decision height (DH) lower than 60 m (200 ft) but not lower than 30 m (100 ft) and a runway visual range (RVR) not less than 300 m.

4. precision approach runway, category III: an instrument runway served by non-visual aids and visual aids to and along the surface of the runway and:
A. intended for operations with a decision height (DH) lower than 30 m (100 ft), or no decision height and a runway visual range (RVR) not less than 175 m;
B. intended for operations with a decision height (DH) lower than 15 m (50 ft), or no decision height and a runway visual range (RVR) less than 175 m but not less than 50 m; or
C. intended for operations with no decision height (DH) and no runway visual range (RVR) limitations;


Skilgreining
[en] a runway intended for the operation of an aircraft which uses non-visual aids (IATE)

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 139/2014 frá 12. febrúar 2014 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008

[en] Commission Regulation (EU) No 139/2014 of 12 February 2014 laying down requirements and administrative procedures related to aerodromes pursuant to Regulation (EC) No 216/2008 of the European Parliament and of the Council

Skjal nr.
32014R0139
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira