Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Hugtakasafn : Eitt hugtak
- ÍSLENSKA
- hæglosandi efnablanda
- ENSKA
- sustained-release formulation
- Svið
- lyf
- Dæmi
-
[is]
Af tæknilegum ástæðum er þörf á að nota hlutlausa metakrýlatsamfjölliðu og mínushlaðna metakrýlatsamfjölliðu í fæðubótarefni í föstu formi. Hlutlaus metakrýlatsamfjölliða er ætluð til notkunar sem hæglosandi húðunarefni. Hæglosandi efnablöndur tryggja samfellda uppleysingu næringarefna á tilteknum tíma. Mínushlaðin metakrýlatfjölliða er ætluð til notkunar sem húðunarefni til að vernda magann gegn ertandi innihaldsefnum og/eða til að vernda viðkvæm næringarefni gegn sundrun vegna magasýra. Því er rétt að leyfa notkun á báðum matvælaaukefnunum í fæðubótarefni í föstu formi og úthluta hlutlausri metakrýlatsamfjölliðu E-númerinu E 1206 og mínushlaðinni metakrýlatsamfjölliðu E-númerinu E 1207.
- [en] There is a technological need for the use of Neutral methacrylate copolymer and Anionic methacrylate copolymer in solid food supplements. Neutral methacrylate copolymer is intended to be used as a sustained-release glazing agent. Sustained-release formulations allow the continuous dissolution of a nutrient over a defined time. Anionic methacrylate copolymer is intended to be used as a glazing agent to protect the stomach against irritating ingredients and/or to protect sensitive nutrients against disintegration by the gastric acid. It is therefore appropriate to authorise the use of both food additives in solid food supplements and to assign E 1206 as E-number to Neutral methacrylate copolymer and E 1207 as E-number to Anionic methacrylate copolymer.
- Rit
-
[is]
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 816/2013 frá 28. ágúst 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á hlutlausri metakrýlatsamfjölliðu og mínushlaðinni metakrýlatsamfjölliðu í fæðubótarefni í föstu formi og á viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2012 að því er varðar nákvæmar skilgreiningar fyrir basíska metakrýlatsamfjölliðu (E 1205), hlutlausa metakrýlatsamfjölliðu og mínushlaðna
- [en] Commission Regulation (EU) No 816/2013 of 28 August 2013 amending Annex II to Regulation (EC) No 1333/2008 of the European Parliament and of the Council as regards the use of Neutral methacrylate copolymer and Anionic methacrylate copolymer in solid food supplements and the Annex to Commission Regulation (EU) No 231/2012 as regards the specifications for Basic methacrylate copolymer (E 1205), Neutral methacrylate copolymer and Anionic methacrylate copolymer
- Skjal nr.
- 32013R0816
- Athugasemd
-
Í orðasafni Lyfjastofnunar í Orðabanka Árnastofnunar er ,sustained-release´ þýtt sem ,forðaverkun´ og ,sustained-release formulation´ sem ,forðalyf´.
- Aðalorð
- efnablanda - orðflokkur no. kyn kvk.
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.