Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
aftengd tekjuuppbót
ENSKA
decoupled income support
Svið
sjóðir og áætlanir
Dæmi
[is] Reynslan af beitingu eingreiðslukerfisins sýnir að aftengd tekjuuppbót var í allmörgum tilvikum veitt aðstoðarþegum sem voru með landbúnaðarstarfsemi, sem var einungis óverulegur hluti af efnahagslegri starfsemi þeirra í heild, eða með viðskiptastarfsemi sem var ekki eða einungis að litlu leyti miðuð við landbúnaðarstarfsemi. Til að koma í veg fyrir að tekjuuppbót í landbúnaði sé veitt slíkum aðstoðarþegum og til að tryggja að stuðningur Bandalagsins sé að öllu leyti notaður til að tryggja viðunandi lífskjör í landbúnaðarsamfélaginu skal, þegar um slíkar úthlutanir er að ræða, veita aðildarríkjunum umboð til þess að veita ekki slíkum einstaklingum og lögaðilum beingreiðslur samkvæmt þessari reglugerð.

[en] Experience of the application of the single payment scheme shows that decoupled income support was in a number of cases granted to beneficiaries whose agricultural activities formed only an insignificant part of their overall economic activities or whose business purpose was not or only marginally targeted at performing an agricultural activity. To prevent agricultural income support from being allocated to such beneficiaries and to ensure that Community support is entirely used to ensure a fair standard of living for the agricultural community, Member States should be empowered, where such allocation occurs, to refrain from granting such natural and legal persons direct payments under this Regulation.

Rit
[is] Reglugerð ráðsins (EB) nr. 73/2009 frá 19. janúar 2009 um sameiginlegar reglur um bein stuðningskerfi fyrir bændur samkvæmt sameiginlegu landbúnaðarstefnunni og um innleiðingu tiltekinna stuðningskerfa fyrir bændur og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1290/2005, (EB) nr. 247/2006, (EB) nr. 378/2007 og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1782/2003

[en] Council Regulation (EC) No 73/2009 of 19 January 2009 establishing common rules for direct support schemes for farmers under the common agricultural policy and establishing certain support schemes for farmers, amending Regulations (EC) No 1290/2005, (EC) No 247/2006, (EC) No 378/2007 and repealing Regulation (EC) No 1782/2003

Skjal nr.
32009R0073
Aðalorð
tekjuuppbót - orðflokkur no. kyn kvk.