Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
viðurkenndur aðalmiðlari
ENSKA
authorised primary dealer
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Ákvæði 7., 13. og 14. gr. gilda ekki um starfsemi einstaklings eða lögaðila ef hann, er hann kemur fram sem viðurkenndur aðalmiðlari samkvæmt samkomulagi við ríkisútgefanda, á viðskipti sem aðalmiðlari fjármálagernings í tengslum við starfsemi á frum- eða eftirmarkaði með tilliti til ríkisskulda.

[en] Articles 7, 13 and 14 shall not apply to the activities of a natural or legal person where, acting as an authorised primary dealer pursuant to an agreement with a sovereign issuer, it is dealing as principal in a financial instrument in relation to primary or secondary market operations relating to the sovereign debt.

Skilgreining
[is] einstaklingur eða lögaðili sem hefur undirritað samkomulag við ríkisútgefanda eða hefur hlotið formlega viðurkenningu sem aðalmiðlari, af hálfu eða fyrir hönd ríkisútgefanda, og hefur í samræmi við það samkomulag eða viðurkenningu skuldbundið sig til að eiga viðskipti fyrir eigin reikning í tengslum við aðgerðir á frum- og eftirmarkaði sem tengjast skuldum sem sá útgefandi hefur gefið út

[en] a natural or legal person who has signed an agreement with a sovereign issuer or who has been formally recognised as a primary dealer by or on behalf of a sovereign issuer and who, in accordance with that agreement or recognition, has committed to dealing as principal in connection with primary and secondary market operations relating to debt issued by that issuer

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga

[en] Regulation (EU) No 236/2012 of the European Parliament and of the Council of 14 March 2012 on Short Selling and certain aspects of Credit Default Swaps

Skjal nr.
32012R0236
Athugasemd
Tillaga frá samráðshópi fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans, Samtaka fjármálafyrirtækja og Samtaka fjárfesta (2013)

Aðalorð
aðalmiðlari - orðflokkur no. kyn kk.
ENSKA annar ritháttur
authorized primary dealer