Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
skynvætt seðlaómerkingarkerfi
ENSKA
intelligent banknote neutralisation system
Svið
efnahagsmál
Dæmi
[is] Séu reiðufjárflutningaökutæki búin skynvæddu seðlaómerkingarkerfi skal það skynvædda seðlaómerkingarkerfi sem notað er fullnægja II. viðauka og hafa hlotið viðurkenningu í þátttökuaðildarríki. Fyrirtæki, sem stunda flutninga á reiðufé í evrum yfir landamæri í reiðufjárflutningaökutækjum sem nota skynvædd seðlaómerkingarkerfi, skulu innan 48 klukkustunda verða við sannprófunarbeiðni yfirvalda upprunaaðildarríkisins, gistiaðildarríkisins eða umflutningsaðildarríkisins með því að leggja fram skrifleg gögn um viðurkenningu þeirrar gerðar skynvædds seðlaómerkingarkerfis sem notað er.

[en] Where CIT vehicles are equipped with IBNS, the IBNS used shall comply with Annex II and shall have been homologated in a participating Member State. In reply to a request for verification made by the authorities of the Member State of origin, the host Member State or the Member State of transit, undertakings carrying out cross-border transport of euro cash in CIT vehicles using IBNS shall supply written evidence of approval of the IBNS model used within 48 hours.

Skilgreining
[is] kerfi sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

i. Peningaseðlahirslan ver seðlana stöðugt með reiðufjárónýtingarkerfi fyrir evrur, frá tryggilega frágengnu svæði til afhendingarstaðarins fyrir reiðufé í evrum eða frá staðnum þar sem reiðufé í evrum er sótt til tryggilega frágengins svæðis,
ii. eftir að reiðufjárflutningurinn er hafinn getur reiðufjárflutningafólkið hvorki opnað hirsluna utan fyrirframákveðinna tímabila og/eða staða né breytt þeim fyrirframákveðnu tímabilum og/eða stöðum sem hægt er að opna hirsluna á,
iii. hirslan er búin vélbúnaði sem gerir seðlana varanlega ónýta, sé í heimildarleysi reynt að opna hirsluna, og
iv. farið er að þeim kröfum sem mælt er fyrir um í II. viðauka, ...

[en] a system that meets the following conditions:

i. the banknote container continuously protects the banknotes by means of a euro cash neutralisation system, from a secured area to the euro cash delivery point or from the euro cash pick-up point to a secured area;
ii. the CIT security staff is not able to open the container outside the pre-programmed time periods and/or locations or to change the pre-programmed time periods and/or locations where the container can be opened once the euro cash transport operation has been initiated;
iii. the container is equipped with a mechanism for permanently neutralising the banknotes if any unauthorised attempt is made to open the container;
and iv. the requirements laid down in Annex II are complied with;

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1214/2011 frá 16. nóvember 2011 um flutninga á vegum í atvinnuskyni á reiðufé í evrum yfir landamæri milli aðildarríkja á evrusvæðinu

[en] Regulation (EU) No 1214/2011 of the European Parliament and of the Council of 16 November 2011 on the professional cross-border transport of euro cash by road between euro-area Member States

Skjal nr.
32011R1214
Aðalorð
seðlaómerkingarkerfi - orðflokkur no. kyn hk.
ENSKA annar ritháttur
intelligent banknote neutralization system
IBNS

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira