Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
alikalkúnn
ENSKA
domestic turkey
Svið
landbúnaður
Dæmi
[is] Alikalkúnar
Allar hliðar aðhaldsins skulu vera a.m.k. 1,5 m langar. Þegar ekki er hægt að bjóða upp á þessar lágmarksstærðir aðhalda af vísindalegum ástæðum skal rannsakandi rökstyðja lengd innilokunarinnar í samráði við starfsmenn á sviði dýralækninga. Við slíkar aðstæður má hýsa fugla í minni aðhöldum sem innihalda viðeigandi styrkingu og eru með 0,75 m2 lágmarksgólfrými og 50 cm lágmarkshæð fyrir fugla undir 0,6 kg, 75 cm fyrir fugla undir 4 kg, og 100 cm fyrir fugla yfir 4 kg. Þessi aðhöld má nota til að hýsa litla hópa af fuglum í samræmi við það rými sem gefið er upp í töflu 8.2.

[en] Domestic turkeys
All enclosure sides shall be at least 1,5 m long. Where these minimum enclosures sizes cannot be provided for scientific reasons, the duration of the confinement shall be justified by the experimenter in consultation with veterinary staff. In such circumstances, birds can be housed in smaller enclosures containing appropriate enrichment and with a minimum floor area of 0,75 mf2 and a minimum height of 50 cm for birds below 0,6 kg, 75 cm for birds below 4 kg, and 100 cm for birds over 4 kg. These can be used to house small groups of birds in accordance with the space allowances given in table 8.2.

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/63/ESB frá 22. september 2010 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni

[en] Directive 2010/63/EU of the European Parliament and of the Council of 22 September 2010 on the protection of animals used for scientific purposes

Skjal nr.
32010L0063
Athugasemd
Sjá einnig ,alikanínu´, ,alisvín´ o.s.frv.
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.