Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
alhliða banki
ENSKA
universal bank
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Peningastofnunum er ekki einfaldlega hægt að lýsa sem bönkum, vegna þess að þær gætu innifalið einhver fjármálafyrirtæki sem kalla sig ekki sjálf banka og einhver fyrirtæki sem ekki er leyft að kalla sig það í einhverjum löndum, á meðan hugsanlegt er að einhver önnur fjármálafyrirtæki sem lýsa sér sem bönkum séu í reynd ekki peningastofnanir. Almennt eru eftirfarandi fjármálamilliliðir flokkaðir í undirgeira S.122:

a) viðskiptabankar, alhliða bankar, bankar til almennra nota,
b) sparisjóðir (þar með taldir fjárvörslusparisjóðir og lánafélög),
c) póstgíróstofnanir, póstbankar, gíróbankar,
d) dreifbýlislánasjóðir, landbúnaðarlánasjóðir,
e) samvinnulánasjóðir, lánasamvinnufélög,
f) sérhæfðir bankar (t.d. fjárfestingarbankar, verðbréfaútgáfufyrirtæki, einkareknir bankar).


[en] MFIs cannot be described simply as banks, because they may possibly include some financial corporations which may not call themselves banks, and some which may not be permitted to do so in some countries, while some other financial corporations describing themselves as banks may not in fact be MFIs. In general, the following financial intermediaries are classified in subsector S.122:

(a) commercial banks, universal banks, all-purpose banks;
(b) savings banks (including trustee savings banks and savings banks and loan associations);
(c) post office giro institutions, post banks, giro banks;
(d) rural credit banks, agricultural credit banks;
(e) cooperative credit banks, credit unions;
(f) specialised banks (e.g. merchant banks, issuing houses, private banks).


Rit
[is] Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2533/98 frá 23. nóvember 1998 um söfnun Seðlabanka Evrópu á tölfræðilegum upplýsingum

[en] Council Regulation (EC) No 2533/98 of 23 November 1998 concerning the collection of statistical information by the European Central Bank

Skjal nr.
31998R2533
Athugasemd
Heimild: Seðlabanki Íslands, sérrit nr. 5. Hlutverk seðlabanka í fjármálaeftirliti (2011)

Aðalorð
banki - orðflokkur no. kyn kk.