Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
ENSKA
European Commission
DANSKA
Europa-Kommissionen, Kommissionen, Kommissionen for De Europæiske Fællesskaber (úrelt)
SÆNSKA
Europeiska kommissionen, kommissionen, Europeiska gemenskapernas kommission (úrelt)
FRANSKA
Commission européenne, Commission, COM
ÞÝSKA
Europäische Kommission, Kommission, Kommission der Europäischen Gemeinschaften (úrelt)
Svið
stofnanir
Dæmi
[is] Fari framkvæmd á hlutverki umboðsmanns friðhelgisamkomulagsins fram úr sanngjörnum fjárhagsramma og komi í veg fyrir að hægt sé að uppfylla þessar skuldbindingar mun ríkisstjórn Bandaríkjanna ræða við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um hvers konar breytingar sem gæti þurft að gera til að taka á þeim vanda.

[en] Should the carrying-out of the Privacy Shield Ombudsperson''s functions exceed reasonable resource constraints and impede the fulfillment of these commitments, the U.S. government will discuss with the European Commission any adjustments that may be appropriate to address the situation.

Skilgreining
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) hefur frá upphafi verið ein helsta stofnun ESB. Stofnunin er sjálfstæð og á ekki að vera undir áhrifum aðildarríkja sambandsins (3. töluliður 17. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (SESB) og 1. mgr. 245. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE)). Framkvæmdastjórnin gætir sameiginlegra hagsmuna sambandsins, á frumkvæði að nýrri löggjöf, stýrir daglegri framkvæmd á stefnum sambandsins og ráðstöfun á fjármunum og hefur eftirlit með beitingu sáttmála sambandsins og afleiddum reglum ... Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnarinnar eru í Brussel en hún er einnig með skrifstofur í Lúxemborg sem og sendiskrifstofur víðs vegar um heiminn. Allt í allt starfa um 33 þúsund einstaklingar á vegum framkvæmdastjórnarinnar (2012) ...
(EVRÓPUVEFURINN Upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál)

Rit
[is] Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1250 frá 12. júlí 2016 samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um fullnægjandi vernd sem Evrópusambandið og Bandaríkin hafa gert samkomulag um til varnar friðhelgi einkalífsins

[en] Commission Implementing Decision (EU) 2016/1250 of 12 July 2016 pursuant to Directive 95/46/EC of the European Parliament and of the Council on the adequacy of the protection provided by the EU-U.S. Privacy Shield

Skjal nr.
32016D1250
Athugasemd
Hinn 1. desember 2009 (við gildistöku Lissabonsáttmálans) breyttist hið opinbera heiti úr framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Síðarnefnda heitið ber því að nota í gerðum, dagsettum 1. des. 2009 eða síðar.

Aðalorð
framkvæmdastjórn - orðflokkur no. kyn kvk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna (úrelt)
framkvæmdastjórnin
ENSKA annar ritháttur
Commission of the European Communities (úrelt)
Commission
COM

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira