Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
kalkúnn
ENSKA
turkey
DANSKA
kalkun, vildkalkun
SÆNSKA
kalkon, vildkalkon
ÞÝSKA
Wildtruthuhn
LATÍNA
Meleagris gallopavo
Samheiti
kalkúni
Svið
landbúnaður (dýraheiti)
Dæmi
[is] Nautgripir, sauðfé, geitur, svín, kjúklingar, kalkúnar, endur.

[en] Bovine, ovine , caprine, porcine, chicken, turkey, duck

Skilgreining
[is] kalkúni, Meleagris gallopavo, er með stærstu hænsnfuglum. Haninn er um 120 cm og allt að 11 kg, hænan um 90 cm og mun léttari. Þyngstu alikalkúnar verða ein 23 kg. Bæði kyn eru eirbrún með málmslikju. Vængir og stél eru með skartlegu litmynstri, og langur, lafandi fjaðurskúfur er framan á bringunni. Haninn er háfættur, með stóra spora aftur úr leggjum, rauðan húðsepa fram á nefið og stóran, rauðan flipa framan á höfðinu. Allt er þetta minna og hóflegra á hænunni.
Kalkúnar lifa villtir í Norður-Ameríku og hafast við í skógum í grennd við vatn og lifa einkum á rótarhnýðum, fræjum og fleiru gróðurkyns, en einnig á skordýrum og jafnvel eðlum. Þeir voru áður algengir sunnan til í Bandaríkjunum austan Klettafjalla og í Mexíkó (Örnólfur Thorlacius, óbirt handrit að dýrafræði)


[en] the Wild Turkey (Meleagris gallopavo) is native to North America and is the heaviest member of the diverse Galliformes. It is the same species as the domestic turkey, which was originally derived from a southern Mexican subspecies of Wild Turkey (not the related Ocellated Turkey) (Wikipedia)

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1140/96 frá 25. júní 1996 um breytingu á III. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2377/90 þar sem mælt er fyrir um sameiginlega aðferð til að ákvarða hámarksmagn leifa dýralyfja í matvælum úr dýraríkinu

[en] Commission Regulation 1140/96 of 25 June 1996 amending Annex III to Council Regulationn No 2377/90 laying down a Community procedure for the establishment of maximum residue limits of veterinary medicinal products in foodstuffs of animal origin

Skjal nr.
31996R1140
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.
ENSKA annar ritháttur
wild turkey

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira