Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
fjölliða aukefni
ENSKA
polymeric additive
Svið
íðefni
Dæmi
[is] Ef slíkt fjölliða aukefni er nákvæmlega eins og fjölliða sem getur verið aðalbyggingarefni efniviðar úr plasti má líta svo á að búið sé að meta áhættuna, sem kann að stafa af fjölliða aukefninu, hafi einliðurnar þegar verið metnar og leyfðar.

[en] If such a polymeric additive is identical to a polymer that can form the main structural component of a plastic material the risk from polymeric additive can be regarded as evaluated if the monomers have already been evaluated and authorised.

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 10/2011 frá 14. janúar 2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli

[en] Commission Regulation (EU) No 10/2011 of 14 January 2011 on plastic materials and articles intended to come into contact with food

Skjal nr.
32011R0010
Athugasemd
,Polymer additive´ er íblendiefni eða íaukaefni fyrir fjölliður, þ.e. eins konar hjálparefni sem blandað er saman við fjölliðuefni en sem þarf ekki sjálft að vera fjölliða.

,Polymeric additive´ er að líkindum íblendi- eða íaukaefni úr fjölliðu, þ.e. sjálft gert úr fjölliðu, sem gæti þá verið til þess gert að blanda í litlu magni saman við til að mynda aðra fjölliðu, t.d. aðalefni plasts eða gúmmís, eða ólífræna efnablöndu svo sem algengt er með sementsbundin efni, eins og múrblöndur og steinsteypu. það gæti verið munur á ,polymerisation additive´ og ,polymeric additive´. ,Polymerisation additive´ ætti að vera hjálparefni við fjölliðun (og þá eðlilega þýtt ,fjölliðunaraukefni´), en ,polymeric additive´ er einfaldlega ,fjölliðað aukefni´ og gæti raunar verið notað í hvaða tilgangi sem er.

Aðalorð
aukefni - orðflokkur no. kyn hk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
fjölliðuaukefni

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira