Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
gera skaðlausan
ENSKA
indemnify
Svið
lagamál
Dæmi
[is] 1. Níkaragva skal:
a. bera ábyrgð vegna hvers kyns bóta, lögsóknar, málshöfðunar, kafna, skemmda, kostnaðar eða útgjalda sökum dauða einstaklinga eða meiðsla sem tengjast athöfnum eða vanrækslu af hálfu framkvæmdaaðila eða starfsliðs meðan starfsemi samkvæmt samningi þessum varir;

b. í öllum öðrum tilvikum, nema um sé að ræða misferli eða stórfellt gáleysi, gera framkvæmdaaðila og starfsliðið skaðlaus og bera alla áhættu og taka til greina allar framkomnar kröfur, sem rekja má til athafnar samkvæmt ákvæðum þessa samnings og myndast þegar slík athöfn fer fram eða tengjast henni með öðrum hætti, meðal annars er átt við orð sem starfsliðið lætur falla við skyldustörf í töluðu eða rituðu máli.

[en] 1. Nicaragua shall:
a. be responsible for all liabilities, suits, actions, demands, damages, costs or fees on account of death or injury to persons connected with any act or omission by the Executing Agencies or the Personnel in the course of the operations under this Convention;

b. in all other cases, except in cases of wilful misconduct or gross negligence, indemnify the Executing Agencies and the Personnel as well as bear all risks and claims resulting from, occurring in the course of, or otherwise connected with any operation under this Convention, including words spoken or written in the course of the performance of their duties.

Skilgreining
skaðlaus: sem veldur ekki tjóni
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Rammasamningur um fyrirkomulag og starfshætti í tengslum við þróunarsamvinnu milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Níkaragva

[en] Framework Convention on Forms and Procedures for Development Cooperation between the Government of the Republic of Iceland and the Government of the Republic of Nicaragua

Skjal nr.
T05Snikaragua
Önnur málfræði
sagnliður