Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
kannabisplanta
ENSKA
cannabis plant
LATÍNA
Cannabis sativa
Samheiti
hampjurt
Svið
dómsmálasamstarf
Dæmi
[is] Afbrot sem tengjast ólöglegum viðskiptum með fíkniefni og forefni

1. Sérhvert aðildarríki skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að eftirfarandi verknaður unninn af ásetningi sé refsiverður enda sé hann óréttlætanlegur:

a) framleiðsla, vinnsla, útdráttur, tilreiðsla, framboð, boð um sölu, dreifing, sala, afhending óháð skilyrðum, miðlun, sending, sending við gegnumflutning, flutningur, innflutningur eða útflutningur á fíkniefnum,
b) ræktun ópíumvalmúa, kókarunna eða kannabisplantna,
c) varsla eða kaup á fíkniefnum í því skyni að stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í a-lið,
d) framleiðsla, flutningur eða dreifing forefna, þegar vitað er að þau verði notuð til ólöglegrar framleiðslu eða vinnslu á fíkniefnum.

[en] Crimes linked to trafficking in drugs and precursors

1. Each Member State shall take the necessary measures to ensure that the following intentional conduct when committed without right is punishable:

(a) the production, manufacture, extraction, preparation, offering, offering for sale, distribution, sale, delivery on any terms whatsoever, brokerage, dispatch, dispatch in transit, transport, importation or exportation of drugs; P
(b) the cultivation of opium poppy, coca bush or cannabis plant;
(c) the possession or purchase of drugs with a view to conducting one of the activities listed in (a);
(d) the manufacture, transport or distribution of precursors, knowing that they are to be used in or for the illicit production or manufacture of drugs.

Skilgreining
[en] the flowering or fruiting tops of the cannabis plant (excluding the seeds and leaves when not accompanied by the tops) from which the resin has not been extracted; "cannabis plant" means any plant of the genus Cannabis (IATE)

Rit
[is] Rammaákvörðun ráðsins 2004/757/DIM frá 25. október 2004 um lágmarksákvæði að því er varðar efnisþætti refsiverðs athæfis og viðurlög við ólöglegum viðskiptum með fíkniefni

[en] Council Framework Decision 2004/757/JHA of 25 october 2004 laying down minimum provisions on the constituent elements of criminal acts and penalties in the field of illicit drug trafficking

Skjal nr.
32004F0757
Athugasemd
Tegundin Cannabis sativa gengur undir ýmsum heitum; talað er um hamp eða hampjurt þegar plantan er ræktuð vegna trefjanna sem eru notuð í snæri og því um líkt, en kannabisplöntu þegar hún er ræktuð vegna vímuefnanna.

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira