Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
einkaleyfi
ENSKA
sole licence
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Nytjaleyfi telst vera sérstakt nytjaleyfi ef leyfishafanum einum er heimilt að framleiða á grundvelli tækninnar, sem leyfið nær til, innan tiltekins svæðis. Leyfisveitandinn skuldbindur sig þannig til að framleiða hvorki sjálfur né veita öðrum nytjaleyfi til að framleiða innan tiltekins svæðis. Svæði þetta getur náð til alls heimsins. Skuldbindi leyfisveitandinn sig aðeins til að veita ekki þriðja aðila nytjaleyfi til að framleiða innan tiltekins svæðis er nytjaleyfið einkaleyfi. Sérstökum nytjaleyfisveitingum eða einkaleyfisveitingum fylgja oft sölutakmarkanir sem takmarka hvar samningsaðilarnir mega selja vörur er fela í sér þá tækni sem nytjaleyfið nær til.

[en] A licence is deemed to be exclusive if the licensee is the only one who is permitted to produce on the basis of the licensed technology within a given territory. The licensor thus undertakes not to produce itself or license others to produce within a given territory. This territory may cover the whole world. Where the licensor undertakes only not to licence third parties to produce within a given territory, the licence is a sole licence. Often exclusive or sole licensing is accompanied by sales restrictions that limit the parties in where they may sell products incorporating the licensed technology.

Skilgreining
lögverndaður einkaréttur til að hagnýta uppfinningu í atvinnuskyni
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Tilkynning framkvæmdastjórnarinnar
Leiðbeiningar um beitingu 81. greinar EB-sáttmálans um samninga um tækniyfirfærslu

[en] Commission Notice
Guidelines on the application of Article 81 of the EC Treaty to technology transfer agreements

Skjal nr.
52004XC0427(01)
Athugasemd
E. eru veitt á tæknilegum uppfinningum sem leysa tiltekið viðfangsefni, en uppfinningin þarf að auki að uppfylla nokkur frumskilyrði áður en einkaleyfi fæst. Með e. er hægt að hindra aðra í að nýta uppfinninguna í atvinnuskyni í ákveðinn tíma, að hámarki 20 ár.
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira