Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
bógur
ENSKA
bow
Samheiti
kinnungur
Svið
sjávarútvegur
Dæmi
[is] 1. Lengd skips skal vera mesta lengd þess, skilgreind sem fjarlægðin í beinni línu frá fremsta punkti á bóg til aftasta punktar á skut.

Að því er varðar þessa skilgreiningu:
a) telst bógur ná yfir vatnsþétt burðarvirki bols, hvalbak, stefni og borðstokk á framskipi, ef áfastur, en ekki bugspjót og öryggishandrið,
b) telst skutur ná yfir vatnsþétt burðarvirki bols, gafl, skutpall, skutrennu og borðstokk en hann nær hvorki yfir öryggishandrið, skutbómur, knúningsvél, stýri og stýrisbúnað né stiga og palla fyrir köfun.

[en] 1. The length of a vessel shall be the length overall, defined as the distance in a straight line between the foremost point of the bow and the aftermost point of the stern.

For the purposes of this definition:
a) the bow shall be taken to include the watertight hull structure, forecastle, stem and forward bulwark, if fitted, but shall exclude bowsprits and safety rails;
b) the stern shall be taken to include the watertight hull structure, transom, poop, trawl ramp and bulwark, but shall exclude safety rails, bumkins, propulsion machinery, rudders and steering gear, and divers'' ladders and platforms.

Skilgreining
[en] the bow shall be taken to include the watertight hull structure, forecastle, stem and forward bulwark, if fitted, but shall exclude bowsprits and safety rails

Rit
[is] Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2930/86 frá 22. september 1986 um skilgreiningu á einkennum fiskiskipa

[en] Council Regulation (EEC) No 2930/86 of 22 September 1986 defining characteristics for fishing vessels

Skjal nr.
31986R2930
Athugasemd
Ath. að einnig er til þýðingin ,stefni´ fyrir ,bow´. Í þessari gerð á það ekki við og ekki í reglugerðum sem tengjast Siglingastofnun. ,Stefni´ (e. stem) er hluti af ,bóg´ (e. bow). Hugtakið ,stem´ er notað í ísl. reglugerðum til að tákna fremsta hluta skips, þ.e. fremstu eggina sem klýfur sjóinn, þ.e. stefni skipsins. Bógurinn er stærra svæði á fremsta hluta skipsins sitt hvorum megin fyrir aftan stefnið. Bógur hefur einnig verið kallaður kinnungur.

Orðflokkur
no.
Kyn
kk.