Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
stofulyngrós
ENSKA
azalea
DANSKA
azalea
SÆNSKA
azalea
ÞÝSKA
Azalee
LATÍNA
Rhododendron simsii
Samheiti
asalea, glóðarrós
Svið
landbúnaður (plöntuheiti)
Dæmi
[is] Hektarar allra blóma og skrautjurta sem ætlað er að selja sem afskorin blóm (t.d. rósir, nellikur, brönugrös, prestafíflar, afskorin laufblöð og aðrar afskornar vörur), pottablóm, í beðum og svalablóm og jurtir (t.d. alparósir, stofulyngrósir, prestafíflar, skáblað, blágresi, lísur, önnur pottablóm, jurtir í beðum og svalajurtir) og sem laukar eða jarðstönglablóm og aðrar skrautjurtir (túlípanar, goðaliljur, brönugrös, hátíðarliljur og aðrar).

[en] Hectares of all flowers and ornamental plants intended to be sold as cut flowers (e.g. roses, carnations, orchids, gladioli, chrysanthemum, foliage cut and other cut products), as potted, bedding and balcony flowers and plants (e.g. rhododendrons, azaleas, chrysanthemum, begonia, geranium, impatiens, other potted, bedding and balcony plants) and as bulb and corm flowers and other ornamental plants (tulips, hyacinths, orchids, narcissi and others).

Rit
[is] Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1874 frá 29. nóvember 2018 um gögn sem leggja skal fram fyrir árið 2020 samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1091 um samþættar hagskýrslur um landbúnað og niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 1166/2008 og (ESB) nr. 1337/2011, að því er varðar skrá yfir breytur og lýsingu þeirra

[en] Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1874 of 29 November 2018 on the data to be provided for 2020 under Regulation (EU) 2018/1091 of the European Parliament and of the Council on integrated farm statistics and repealing Regulations (EC) No 1166/2008 and (EU) No 1337/2011, as regards the list of variables and their description

Skjal nr.
32018R1874
Athugasemd
Stofupottablómið alparós heitir á fagmálinu Rhododendron simsi en gengur einnig undir nafninu Azalea indica en það eru blendingar sem eru ræktaðir upp af R. simsi og öðrum tegundum stofulyngrósa. Mikill fjöldi blendinga og afbrigða er á markaði. Alparósin er í raun stofulyngrós en lyngrósirnar eru ekki eiginlegar rósir, enda eru þær af lyngætt en ekki rósaætt. Rhododendron er dregið af gríska orðinu rhodon sem þýðir rós og dendron sem þýðir tré; þannig eru þetta rósatré á fagmálinu. Lyngrósirnar eða Rhododendron eru sígrænar en Azaleurnar eru yfirleitt lauffellandi. Lyngrósirnar eru uppréttir, marggreindir, þéttvaxnir runnar sem eru vetrarblómstrandi í björtum og fallegum litum, afskaplega fallegir og blómstra mikið, mislangt fram á vorið. Því er sjálfsagt að reyna að rækta þær, þó svo þær þarfnist smáumönnunar.

Alparósin, eða stofulyngrósin, vill ekki vera í miklum hita því þá missir hún bæði blöð og knúppa. Hún vill bjartan stað, þolir ekki beina sól en þolir samt vel íslenska vetrarsól og því svalari staður, þeim mun betra. Í Stóru blómabók Fjölva eru ,asaleurnar´ kallaðar ,glóðarrósir´.


Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira