Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
vökva-vökvaútdráttur
ENSKA
liquid-liquid partition
SÆNSKA
vätskeextraktion
Svið
íðefni
Dæmi
[is] Um það bil 20 g af undirbúna sýninu eru vegin með 0,01 g nákvæmni og sett í 250 ml keiluflösku. 100,0 ml af metansúlfónsýrulausn (3.4) er bætt við og sett í hristara (4.1) í 30 mínútur. Lausnin er síuð í gegnum síupappír og síuvökvinn geymdur fyrir vökva-vökvaútdráttinn (5.3)

[en] Weigh to the nearest 0,01 g, approximately 20 g of the prepared sample and transfer to a 250 ml conical flask. Add 100,0 ml of methanesulfonic acid solution (3.4) and shake mechanically (4.1) for 30 minutes. Filter the solution through a filter paper and retain the filtrate for the liquid-liquid partition step (5.3).

Skilgreining
[en] the process of transferring a dissolved substance from one liquid phase to another (immiscible or partially miscible) liquid phase in contact with it (IATE, 2019)

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 152/2009 frá 27. janúar 2009 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með fóðri

[en] Commission Regulation (EC) No 152/2009 of 27 January 2009 laying down the methods of sampling and analysis for the official control of feed

Skjal nr.
32009R0152
Athugasemd
[is] Þýðingunni ,vökva-vökvaúrdeiling´ bætt við síðar (2016) vegna þess að ,liquid-liquid extraction´ fær sömu þýðingu og því fylgir þessi skýring:

,Extraction´ er réttilega útdráttur, þ.e. framkvæmd við að hreinsa vökva eða fast efni af ákveðnu efni með útdráttarvökva (og/eða föstu efni þegar hreinsa á vökva). Markmiðið er að þetta takist sem best og þá framkvæmt oft og/eða með viðbótaraðgerðum sem bæta árangur. Þetta ákveðna efni dreifist á milli þessara tveggja fasa (þess sem hreinsar og þess sem á að hreinsa), þ.e. jafnvægi ríkir á milli styrks efnisins í báðum fösum. ,Partition´ tekur í raun bara á þessu jafnvægi, ekki framkvæmdinni eins og í ,extraction´. T.d. er um ,partition´ að ræða þegar ákveðið efni dreifist á milli tveggja fasa í frumu (s.s. PCB-efni á milli vatnsfasa og fituvefs frumu) ekki ,extraction´.

Oft eru þessi hugtök notuð sem samheiti í t.d. efnagreiningum. Heppilegast væri þó að hafa sitt hvora þýðinguna á þessum hugtökum. ,Úrstúkun´ eða ,úrdeiling´ koma til greina, þ.e. efnið deilist/skiptist/stúkast á þessa tvo fasa samfara því að efnið fer úr einum fasa í annan.

Aðferð: fyrst er sýninu (oftast mjúkvöðvi skelfisks) blandað saman við aseton og myndast þá súpa af vöðva og vökva, þ.e. ekki er um tvo vökvafasa að ræða. Eftir þessa meðferð er fasta efnið síað frá og aseton eimað frá vökvafasanum en eftir situr vatnsríkur fasi. Þegar díetýleter er bætt út í þennan vatnsfasa myndast tveggja fasa kerfi, vatnsfasi og díetýleterfasi, og þetta kallast vökva-vökva-útdráttur til aðskilnaðar frá fyrsta útdrættinum. Seinna ferlið er hins vegar hefðbundinn útdráttur. Talað er um asetonútdrátt og vökva-vökvaútdrátt í þessu samhengi, þ.e. til að gera greinarmun á þessum tveimur tegundum af útdrætti.

[en] Although extraction, partition and distribution are not synonymous, extraction may replace distribution where appropriate. In liquid-liquid partition, liquid 1 is used to extract the analytes from the solid sample and liquid 2 is used to partition liquid 1. (IATE, 2019)

Orðflokkur
no.
Kyn
kk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
vökva-vökvaúrdeiling

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira