Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
afturvirk prófun
ENSKA
back-testing
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Lánshæfismatsfyrirtæki skulu nota matsaðferðir sem eru strangar, kerfisbundnar, samfelldar og með fyrirvara um fullgildingu, þ.m.t. viðeigandi fyrri reynsla og afturvirkar prófanir. Þessi skilyrði skulu þó ekki verða tilefni til afskipta lögbærra yfirvalda og aðildarríkja af inntaki lánshæfismats og aðferðum við gerð þess. Eins skulu kröfur um að lánshæfismatsfyrirtæki endurskoði lánshæfismat a.m.k. árlega ekki hafa áhrif á skyldu lánshæfismatsfyrirtækja til að hafa samfellda vöktun á lánshæfismati og endurskoða lánshæfismat eftir þörfum. Þessum skilyrðum skal ekki beitt þannig að það hindri ný lánshæfismatsfyrirtæki í að koma inn á markaðinn.

[en] Credit rating agencies should use rating methodologies that are rigorous, systematic, continuous and subject to validation including by appropriate historical experience and back-testing. Such a requirement should not, however, provide grounds for interference with the content of credit ratings and methodologies by the competent authorities and the Member States. Similarly, the requirement that credit rating agencies review credit ratings at least annually should not compromise the obligation on credit rating agencies to monitor credit ratings on a continuous basis and review credit ratings as necessary. Those requirements should not be applied in such a way as to prevent new credit rating agencies from entering the market.

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 frá 16. september 2009 um lánshæfismatsfyrirtæki

[en] Regulation (EC) No 1060/2009 of the European Parliament and of the Council of 16 September 2009 on credit rating agencies

Skjal nr.
32009R1060
Aðalorð
prófun - orðflokkur no. kyn kvk.
Önnur málfræði
nafnliður
ENSKA annar ritháttur
back testing

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira