Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
allt inn-allt út-kerfið
ENSKA
all-in/all-out system
Svið
landbúnaður
Dæmi
[is] Að því er varðar þennan viðauka merkir húsakostur við stýrð skilyrði og samþætt framleiðslukerfi að stjórnanda matvælafyrirtækis ber að fara að viðmiðununum sem settar eru fram hér á eftir:

a) allt fóður er fengið frá starfsstöð sem framleiðir fóður í samræmi við kröfurnar sem kveðið er á um í 4. og 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005, þegar dýr eru fóðruð á gróffóðri eða fóðurplöntum skulu þær meðhöndlaðar á viðeigandi hátt og ef unnt er, þurrkaðar og/eða kögglaðar,
b) beitt er kerfinu allt inn-allt út (e. all-in/all-out system), eftir því sem unnt er. Þegar dýr eru tekin inn í hjörðina skal hafa þau í einangrun svo lengi sem krafist er af hálfu heilbrigðisþjónustu fyrir dýr og dýraafurðir til að koma í veg fyrir aðflutning sjúkdóma, ...

[en] For the purposes of this Annex, controlled housing conditions and integrated production systems means that the food business operator needs to comply with the criteria set out below:

(a) all feed has been obtained from a facility which produces feed in accordance with the requirements provided for in Articles 4 and 5 of Regulation (EC) No 183/2005 of the European Parliament and of the Council; when roughage or crops are provided to the animals as feed, it shall be treated appropriately, and where possible, dried and/or pelleted;
(b) an all-in/all-out system is applied as far as possible. Where animals are introduced into the herd, they shall be kept in isolation as long as required by the veterinary services to prevent introduction of diseases;

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1244/2007 frá 24. október 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2074/2005 um framkvæmdarráðstafanir, er varða tilteknar afurðir úr dýraríkinu sem ætlaðar eru til manneldis, og um sértækar reglur um opinbert eftirlit í tengslum við skoðun á kjöti

[en] Commission Regulation (EC) No 1244/2007 of 24 October 2007 amending Regulation (EC) No 2074/2005 as regards implementing measures for certain products of animal origin intended for human consumption and laying down specific rules on official controls for the inspection of meat

Skjal nr.
32007R1244
Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
kerfið allt inn-allt út