Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
markaðstorg fjármálagerninga
ENSKA
multilateral trading facility
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Þau hlutfallslegu grunnskjöl, sem sett eru fram í XXIII. og XXIV. viðauka, gilda um útgáfur með forkaupsrétti, að því tilskildu að útgefandinn eigi hluti í sama flokki sem þegar hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi eins og það er skilgreint í 15. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB(*).

[en] The proportionate disclosure regime for pre-emptive issues should apply where the shares offered are of the same class as the shares of the issuer admitted to trading either on a regulated market or on a multilateral trading facility as defined in Article 4(1)(15) of Directive 2004/39/EC as long as the facility is subject to appropriate ongoing disclosure requirements and rules on market abuse.

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/73/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB um útboðs- og skráningarlýsingu sem birta skal við almennt útboð verðbréfa eða þegar þau eru tekin til skráningar og 2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað

[en] Directive 2010/73/EU of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 amending Directives 2003/71/EC on the prospectus to be published when securities are offered to the public or admitted to trading and 2004/109/EC on the harmonisation of transparency requirements in relation to information about issuers whose securities are admitted to trading on a regulated market

Skjal nr.
32010L0073
Athugasemd
Úr frumvarpi til laga um breytingar á lagaákvæðum um fjármálafyrirtæki o.fl.

Í MiFID-tilskipuninni eru reglur um stofnun og rekstur markaða fyrir fjármálagerninga. Tilskipunin skilur á milli tvenns konar markaða fyrir fjármálagerninga, annars vegar er fjallað um skipulega verðbréfamarkaði (e. Regulated market) og hins vegar um markaðstorg (e. Multilateral trading facility (MTF)).
Þrátt fyrir að hugtakið skipulegur verðbréfamarkaður hafi verið notað í eldri tilskipunum Evrópusambandsins er það nýmæli að settar séu Evrópureglur um rekstur og heimildir skipulegra markaða. Þá er hugtakið markaðstorg fjármálagerninga (MTF) nýtt í Evrópurétti, en með markaðstorgi er átt við marghliða viðskiptakerfi sem starfrækt er af fjármálafyrirtæki eða kauphöll sem leiðir saman kaupendur og seljendur fjármálagerninga, í samræmi við ófrávíkjanlegar reglur þess, þannig að til samninga stofnast.

Sjá lög nr. 108/2007.

Aðalorð
markaðstorg - orðflokkur no. kyn hk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
MTF
ENSKA annar ritháttur
MTF

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira