Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
birgðastjórnun
ENSKA
logistics
Svið
öryggis- og varnarmál
Dæmi
[is] Varanlegt, skipulegt samstarf, sem um getur í 6. mgr. 42. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, skal vera opið öllum aðildarríkjum sem skuldbinda sig frá gildistökudegi Lissabon-sáttmálans til að:
...
b) hafa eigi síðar en árið 2010 getu til að leggja til, annaðhvort á vettvangi hvers ríkis fyrir sig eða sem hluta af fjölþjóðlegum hersveitum og einkum að beiðni stofnunar Sameinuðu þjóðanna, átakasveitir til sérstakra verkefna, sem eru skipulagðar til að starfa sem orrustusveitir með stuðningi, þ.m.t. flutningi og birgðastjórnun, færar um að ljúka á fimm til þrjátíu dögum þeim verkefnum sem um getur í 43. gr. sáttmálans um Evrópusambandið og hafa úthald til 30 daga til að byrja með en sem hægt er að framlengja í a.m.k. 120 daga.

[en] The permanent structured cooperation referred to in Article 42(6) of the Treaty on European Union shall be open to any Member State which undertakes, from the date of entry into force of the Treaty of Lisbon, to:
...
(b) have the capacity to supply by 2010 at the latest, either at national level or as a component of multinational force groups, targeted combat units for the missions planned, structured at a tactical level as a battle group, with support elements including transport and logistics, capable of carrying out the tasks referred to in Article 43 of the Treaty on European Union, within a period of five to 30 days, in particular in response to requests from the United Nations Organisation, and which can be sustained for an initial period of 30 days and be extended up to at least 120 days.


Rit
Lissabonsáttmáli
Skjal nr.
Lissabon, bókun 10
Athugasemd
Orðið ,logistics´ hefur verið þýtt á ýmsa vegu á íslensku, sama er að segja um fleiri skyld orð (logistic, logistical o.s.frv.). Í stórum dráttum er um að ræða aðferðir sem lúta að skipulagningu á aðdráttum, viðhaldi og flutningi varnings, vista eða birgða, hvort heldur í viðskiptalegum eða hernaðarlegum tilgangi. Ekki hefur fundist nein ein þýðing sem virðist ganga í öllum tilfellum; er ýmist talað um flutningafræði, flæðisstjórnun, vöruferlisstjórnun eða birgðastjórnun o.fl., allt eftir því á hvaða þátt er lögð áhersla. Því þarf að huga að samhengi.

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.