Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
takmarkaðar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif
ENSKA
limited evidence of carcinogenicity
Svið
íðefni
Dæmi
[is] Vísbendingar varðandi krabbameinsvaldandi áhrif úr rannsóknum á mönnum eru flokkaðar í annan af tveimur eftirfarandi flokkum:

- nægjanlegar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif (e. sufficient evidence of carcinogenicity): orsakasamband hefur verið staðfest milli váhrifa frá efninu og krabbameins í mönnum, þ.e. mælst hefur jákvætt samband milli váhrifa og krabbameins í rannsóknum þar sem unnt var að útiloka tilviljun, bjaga (e. bias) og truflandi áhrif (e. confounding) með eðlilegri vissu,

- takmarkaðar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif (e. limited evidence of carcinogenicity): mælst hefur jákvætt samband milli váhrifa frá efninu og krabbameins sem telja má trúverðugt orsakasamband en ekki var unnt að útiloka tilviljun, bjaga eða truflandi áhrif með eðlilegri vissu.


[en] The evidence relevant to carcinogenicity from studies in humans is classified into one of the following categories:

- sufficient evidence of carcinogenicity: a causal relationship has been established between exposure to the agent and human cancer. That is, a positive relationship has been observed between the exposure and cancer in studies in which chance, bias and confounding could be ruled out with reasonable confidence;

- limited evidence of carcinogenicity: a positive association has been observed between exposure to the agent and cancer for which a causal interpretation is considered to be credible, but chance, bias or confounding could not be ruled out with reasonable confidence.


Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006

[en] Regulation (EC) No 1272/2008 of the European Parliament and of the Council of 16 December 2008 on classification, labelling and packaging of substances and mixtures, amending and repealing Directives 67/548/EEC and 1999/45/EC, and amending Regulation (EC) No 1907/2006

Skjal nr.
32008R1272
Aðalorð
vísbending - orðflokkur no. kyn kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira