Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
altæk áhrif
ENSKA
systemic effect
Svið
lyf
Dæmi
[is] Við áhættumat á altækum áhrifum er að jafnaði betra að nota lífaðgengi eitraða efnisþáttarins fremur en hundraðshluta upptöku þegar altæk styrkgildi úr rannsóknum á dýrum eru borin saman við hliðstæð lífvöktunargögn úr rannsóknum á váhrifum á starfsfólk. Ástandið getur orðið nokkuð flóknara ef skammtarnir eru á ólínulega sviðinu og því er mikilvægt að eiturhvarfafræðileg skimun ráði skömmtunum á línulega sviðinu.

[en] For use in risk assessment of systemic effects, bioavailability of the toxic component is in general preferred over the percent absorption when comparing systemic concentrations from animal studies with analogous biomonitoring data from worker exposure studies. The situation may become more complex if doses are in the non-linear range so it is important that toxicokinetic screening determines doses in the linear range.

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 260/2014 frá 24. janúar 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH))

[en] Commission Regulation (EU) No 260/2014 of 24 January 2014 amending, for the purpose of its adaptation to technical progress, Regulation (EC) No 440/2008 laying down test methods pursuant to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council on the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals (REACH)

Skjal nr.
32014R0260
Athugasemd
,Systemic´ er ýmist þýtt sem ,altækur, útbreiddur, dreifður´ eða ,kerfisbundinn, kerfislægur, kerfistengdur´. Fyrri þýðingin á við þegar fjallað er um allan eða stóran hluta líkamans (andstætt við staðbundinn) en sú seinni á við um tiltekið vefja- eða líffærakerfi.

Ath. breytingu á ensku heiti í færslu: var áður í fleirtölu, ,,systemic effects" en breytt í eintölu í apríl 2017 til samræmis við færslur í IATE.

Aðalorð
áhrif - orðflokkur no. kyn hk.
Önnur málfræði
fleirtöluorð