Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
fljótt á litið
ENSKA
prima facie
Svið
lagamál
Dæmi
[is] f framkvæmdastjórnin telur að hagsmunaaðilinn fari ekki eftir skyldubundnu eyðublaði fyrir kvörtun eða að málsatvik og lagaatriði, sem hagsmunaaðilinn setur fram, veiti ekki næga ástæðu til þess að álykta, fljótt á litið, að fyrir liggi ólögleg aðstoð eða misnotkun aðstoðar skal hún tilkynna hagsmunaaðilanum það og hvetja hann til að leggja fram athugasemdir innan tilskilins frests sem skal að jafnaði ekki vera lengri en einn mánuður. Ef hagsmunaaðilinn kemur ekki sjónarmiðum sínum á framfæri innan tilskilins frests telst kvörtunin hafa verið dregin til baka. Framkvæmdastjórnin skal tilkynna hlutaðeigandi aðildarríki þegar kvörtun telst hafa verið dregin til baka.

[en] Where the Commission considers that the interested party does not comply with the compulsory complaint form, or that the facts and points of law put forward by the interested party do not provide sufficient grounds to show, on the basis of a prima facie examination, the existence of unlawful aid or misuse of aid, it shall inform the interested party thereof and call upon it to submit comments within a prescribed period which shall not normally exceed 1 month. If the interested party fails to make known its views within the prescribed period, the complaint shall be deemed to have been withdrawn. The Commission shall inform the Member State concerned when a complaint has been deemed to have been withdrawn.

Skilgreining
(í þjóðarétti) fljótt á litið, til bráðabirgða. Notað t.d. þegar alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu til bráðabirgða um lögsögu sína í máli en áskilur sér rétt til að endurskoða þá ákvörðun á síðari stigum
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútgáfan CODEX - Lagastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1589 frá 13. júlí 2015 um ítarlegar reglur um beitingu 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

[en] Council Regulation (EU) 2015/1589 of 13 July 2015 laying down detailed rules for the application of Article 108 of the Treaty on the Functioning of the European Union

Skjal nr.
32015R1589

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira