Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
meðalhófsreglan
ENSKA
principle of proportionality
Svið
lagamál
Dæmi
[is] HINIR HÁU SAMNINGSAÐILAR
... SEM EINSETJA SÉR að setja skilyrði fyrir beitingu nálægðarreglunnar og meðalhófsreglunnar, sem mælt er fyrir um í 5. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, og koma á kerfi eftirlits með beitingu þessara meginreglna, ...

[en] THE HIGH CONTRACTING PARTIES,
... RESOLVED to establish the conditions for the application of the principles of subsidiarity and proportionality, as laid down in Article 5 of the Treaty on European Union, and to establish a system for monitoring the application of those principles, ...

Skilgreining
ein af grundvallarreglum stjórnsýsluréttar sem felur m.a. í sér að stjórnvöld verða að gæta hófs við meðferð valds síns og er ekki aðeins skylt að líta til þess markmiðs sem starf þeirra stefnir að heldur ber þeim einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda þeirra sem valdbeitingin beinist að. Í m. felast þrír þættir: Í fyrsta lagi verður íþyngjandi ákvörðun sem stjórnvald tekur að vera markhæf, þ.e. hún verður að vera til þess fallin að ná því markmiði sem að er stefnt. Í öðru lagi ber að velja það úrræði sem vægast er þegar völ er fleiri úrræða sem þjónað geta því markmiði sem að er stefnt. Í þriðja lagi verður að vera hóf í beitingu þess úrræðis sem valið hefur verið og má ekki ganga lengra en nauðsyn ber til. Sé t.d. fleiri úrræða völ skal velja það úrræði sem vægast er ...
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] SAMSTEYPT ÚTGÁFA SÁTTMÁLANS UM EVRÓPUSAMBANDIÐ

[en] CONSOLIDATED VERSION OF THE TREATY ON EUROPEAN UNION

Skjal nr.
Lissabon, bókun 2
Athugasemd
,Meðalhófsreglan´ er ein af grundvallarreglum ESB-réttar.
Sjá einnig skilgreiningu í íslenskum lögum, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993: Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
meginreglan um meðalhóf
ENSKA annar ritháttur
proportionality principle

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira