Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
eignaskipting
ENSKA
asset allocation
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Yfirstjórn ber einnig áfram ábyrgð á fjárfestingarstefnunum, sem eru almennar upplýsingar um skipulagða eignaskiptingu verðbréfasjóðsins og fjárfestingaraðferðir sem eru nauðsynlegar til að geta framkvæmt fjárfestingarstefnuna á fullnægjandi og árangursríkan hátt. Skýr skipting ábyrgðar skal einnig tryggja að viðeigandi eftirlit sé til staðar til að tryggja að fjárfestingar verðbréfasjóðsins séu í samræmi við sjóðsreglurnar eða stofnsamningana og gildandi lagaákvæði, og að ekki sé fjárfest umfram takmörk fyrir áhættu viðkomandi verðbréfasjóðs. Úthlutun ábyrgðar skal vera í samræmi við hlutverk og ábyrgð yfirstjórnarinnar og eftirlitseiningarinnar samkvæmt gildandi landslögum og reglum um stjórnarhætti fyrirtækja. Það er mögulegt að í yfirstjórninni sitji nokkrir eða allir meðlimir stjórnar.


[en] Senior management should also maintain the responsibility for the investment strategies which are the general indications concerning the strategic asset allocation of the UCITS and the investment techniques which are needed to adequately and effectively implement the investment policy. The clear division of responsibilities should also ensure that adequate control exists so as to ensure the assets of the UCITS are invested according to the fund rules or the instruments of incorporation and the applicable legal provisions and that risk limits of each UCITS are complied with. The allocation of responsibilities should be consistent with the role and responsibilities of the senior management and the supervisory function under applicable national law and corporate governance codes. It is possible that senior management includes several or all members of the board of directors.


Rit
[is] Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/43/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skipulagskröfur, hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulagsins milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags

[en] Commission Directive 2010/43/EU of 1 July 2010 implementing Directive 2009/65/EC of the European Parliament and of the Council as regards organisational requirements, conflicts of interest, conduct of business, risk management and content of the agreement between a depositary and a management company

Skjal nr.
32010L0043
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira