Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
áhættuálag
ENSKA
spread
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Ef vátrygginga- og endurtryggingafélög eiga skuldabréf eða aðrar eignir, sem hafa svipaða eiginleika fjárstreymis fram að gjalddaga, eru þeir ekki óvarðir fyrir áhættu vegna breytinga á áhættuálagi á þessar eignir. Til að komast hjá því að breytingar á áhættuálagi hafi áhrif á fjárhæð gjaldþols þessara fyrirtækja ætti að heimila þeim að breyta áhættulausum vaxtaferli við útreikning á besta mati í samræmi við hreyfingar á áhættuálagi á eignir þeirra.

[en] Where insurance and reinsurance undertakings hold bonds or other assets with similar cash flow characteristics to maturity, they are not exposed to the risk of changing spreads on those assets. In order to avoid changes of asset spreads from impacting on the amount of own funds of those undertakings, they should be allowed to adjust the relevant risk-free interest rate term structure for the calculation of the best estimate in line with the spread movements of their assets.

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin)

[en] Directive 2014/51/EU of the European Parliament and of the Council of 16 April 2014 amending Directives 2003/71/EC and 2009/138/EC and Regulations (EC) No 1060/2009, (EU) No 1094/2010 and (EU) No 1095/2010 in respect of the powers of the European Supervisory Authority (European Insurance and Occupational Pensions Authority) and the European Supervisory Authority (European Securities and Markets Authority)

Skjal nr.
32014L0051
Athugasemd
Til er margs konar álag, t.d. álag vegna markaðsáhættu, álag vegna vaxtaáhættu o.s.frv. Ef hins vegar er átt við mun á kaup- og sölutilboðum þá er talað um verðbil. Sjá aðrar færslur með spread.

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.