Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
áhættuvarnarreikningsskil
ENSKA
hedge accounting
Svið
félagaréttur
Dæmi
[is] Túlkun þessi á við um einingu sem ver sig gegn gengisáhætta erlendra gjaldmiðla sem leiðir af hreinni fjárfestingu í erlendum rekstri og vill uppfylla skilyrði um áhættuvarnarreikningsskil í samræmi við IAS-staðal 39. Til hagræðingar vísar þessi túlkun til slíkra eininga sem móðurfélags og til reikningsskila, sem taka til hreinnar eignar erlends reksturs, sem samstæðureikningsskil. Allar tilvísanir til móðurfélags eiga jafnt við um einingu sem er með hreina fjárfestingu í erlendum rekstri sem er samrekstur, hlutdeildarfélag eða útibú.

[en] This Interpretation applies to an entity that hedges the foreign currency risk arising from its net investments in foreign operations and wishes to qualify for hedge accounting in accordance with IAS 39. For convenience this Interpretation refers to such an entity as a parent entity and to the financial statements in which the net assets of foreign operations are included as consolidated financial statements. All references to a parent entity apply equally to an entity that has a net investment in a foreign operation that is a joint venture, an associate or a branch.

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 460/2009 frá 4. júní 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1126/2008 um innleiðingu tiltekinna, alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 að því er varðar túlkun alþjóðlegu túlkunarnefndarinnar um reikningsskil (IFRIC-túlkun) nr. 16

[en] Commission Regulation (EC) No 460/2009 of 4 June 2009 amending Regulation (EC) No 1126/2008 adopting certain international accounting standards in accordance with Regulation (EC) No 1606/2002 of the European Parliament and of the Council as regards International Financial Reporting Interpretations Committees (IFRIC) Interpretation 16

Skjal nr.
32009R0460
Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
Önnur málfræði
fleirtöluorð