Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
meginnæringarefni
ENSKA
macro-nutrients
DANSKA
makronæringsstof
SÆNSKA
makronäringsämne
FRANSKA
macroélément, macronutriment
ÞÝSKA
Massennährstoff
Svið
neytendamál
Dæmi
[is] Í samræmi við viðtekna venju ætti að vísa til köfnunarefnis, fosfórs og kalíums sem aðalnæringarefni og kalsíums, magnesíums, natríums og brennisteins sem aukanæringarefni. Í samræmi við viðtekna venju ætti einnig að vísa til áburðar sem eingildur þegar hann inniheldur annaðhvort einungis eitt meginnæringarefni, óháð því hvort það er aðalnæringarefni eða aukanæringarefni, eða einungis eitt aðalnæringarefni í samsetningu með einu aukanæringarefni eða fleiri.

[en] In line with common practice, nitrogen, phosphorus and potassium should be referred to as primary macronutrients, and calcium, magnesium, sodium and sulphur should be referred to as secondary macronutrients. Also in line with common practice, fertilisers should be referred to as straight when they contain either only one macronutrient - regardless whether it is primary or secondary - or only one primary macronutrient in combination with one or more secondary macronutrients.

Skilgreining
[en] class of chemical compounds humans consume in the largest quantities and which provide bulk energy (IATE);
Macronutrients: used in large quantities by the plant
Structural nutrients: C, H, O
Primary nutrients: N, P, K
Secondary nutrients: Ca, Mg, S
Micronutrients: used in small quantities by the plant

Fe, B, Cu, Cl, Mn, Mo, Zn, Co, Ni (https://nrcca.cals.cornell.edu/soilFertilityCA/CA1/CA1_print.html)

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 frá 5. júní 2019 um reglur um að bjóða ESB-áburðarvörur fram á markaði og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1069/2009 og (EB) nr. 1107/2009 og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2003/2003

[en] Regulation (EU) 2019/1009 of the European Parliament and of the Council of 5 June 2019 laying down rules on the making available on the market of EU fertilising products and amending Regulations (EC) No 1069/2009 and (EC) No 1107/2009 and repealing Regulation (EC) No 2003/2003

Skjal nr.
32019R1009
Athugasemd
Í lífeðlisfræði dýra eru ,macronutrients´ helstu fæðuflokkarnir, þ.e. fita, prótín og kolvetni, en ,macronutrients´ í plöntulífeðlisfræði nefnast nú (frá 2019) meginnæringarefni, áður helstu næringarefni. Meginnæringarefnin eru helstu frumefni sem plöntur þurfa til vaxtar og viðgangs (ath. að minniháttar næringarefni plantna nefnast snefilefni (micronutrients eða trace elements)).

Þýðingin ,meginnæringarefni´ var tekin upp 2019, í samráði við Valgeir Bjarnason o.fl. áburðarsérfr. hjá Mast. (Óheppilegt er að macro-nutrients sé þýtt með tveimur orðum, helstu næringarefni. Meginnæringarefni er þá í stíl við þýðingu á micro-nutrients, þ.e. snefil(næringar)efni. Meginnæringarefni (macro-nutrients) skiptast í þrennt: burðarnæringarefni (structural nutrients), aðalnæringarefni (primary nutrients) og aukanæringarefni (secondary nutrients).

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
Önnur málfræði
ft.
ÍSLENSKA annar ritháttur
helstu næringarefni
ENSKA annar ritháttur
macronutrients

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira