Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
forkaupsréttur
ENSKA
pre-emption
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Ekki má takmarka forkaupsrétt né fella hann niður í samþykktum eða stofnsamningi félags. Þó má framkvæma slíkt samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Stjórnendum ber skylda til að leggja skriflega skýrslu fyrir slíkan fund um ástæður takmarkana og niðurfellingar forkaupsréttar ásamt því að rökstyðja tillögur um útgáfuverð. Hluthafafundurinn skal fara að reglum um ályktunarhæfi og meirihluta samkvæmt 44. gr. Ákvörðun hans skal birta á þann hátt sem lög aðildarríkis ákveða í samræmi við 3. gr. tilskipunar 2009/101/EB.


[en] The right of pre-emption may not be restricted or withdrawn by the statutes or instrument of incorporation. This may, however, be done by decision of the general meeting. The administrative or management body shall be required to present to such a meeting a written report indicating the reasons for restriction or withdrawal of the right of pre-emption, and justifying the proposed issue price. The general meeting shall act in accordance with the rules for a quorum and a majority laid down in Article 44. Its decision shall be published in the manner laid down by the laws of each Member State, in accordance with Article 3 of Directive 2009/101/EC.


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/30/ESB frá 25. október 2012 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í Bandalaginu og aðildarríki krefjast þegar almenningshlutafélög eru stofnuð og um tilskilið hlutafé og heimilaðar breytingar á hlutafé þeirra í skilningi annarrar málsgreinar 54. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins til að vernda hagsmuni félagsmanna og annarra

[en] Directive 2012/30/EU of the European Parliament and of the Council of 25 October 2012 on coordination of safeguards which, for the protection of the interests of members and others, are required by Member States of companies within the meaning of the second paragraph of Article 54 of the Treaty on the Functioning of the European Union, in respect of the formation of public limited liability companies and the maintenance and alteration of their capital, with a view to making such safeguards equivalent (Recast of the 2nd CLD)


Skjal nr.
32012L0030
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.
ENSKA annar ritháttur
preemption

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira